Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1977, Blaðsíða 186
Kyrrist um Lagarfljót
Nokkrar deilur hafa staðið um fyrirhugaða vatnsmiðlun í
Lagarfljóti í þágu Lagarfossvirkjunar frá ársbyrjun 1974, er ákveð-
ið var að setja lokur í flóðgáttir mun fyrr en ráðgert hafði verið.
Er virkjunin var auglýst af stjórnvöldum vorið 1971 mót-
mæltu margir landeigendur 2. áfanga hennar, þ. e. fyrirhugaðri
vatnsborðshækkun, sem þá var ráðgerð með allt að 22 metra
vatnsborði yfir sjó í Leginum. Opinberir aðilar eins og Vegagerð
ríkisins gerðu þá einnig athugasemdir. Skömmu síðar kom í ijós
um 1 metra mælingaskekkja í landmælinganeti við Egilsstaði, sem
áætlanir höfðu verið reistar á, og settu virkjunaraðilar þá fram
tillögur um .21,2—21,3 metra miðlunarhæð. Voru þær kynntar á
almennum fundi á Egilsstöðum 28. febrúar 1974 að tilhlutan sam-
starfsnefndar Náttúruverndarráðs og iðnaðarráðuneytisins.
Skömmu síðar eða í apríl 1974 stofnuðu heimamenn fyrir
forgöngu Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) svo-
kallaða Lagarfljótsnefnd, skipaða 13 fulltrúum. Voru þeir tilnefndir
af sveitarstjórnum aðiiggjandi hreppa, 7 talsins, náttúruverndar-
nefndum Múlasýslna, Búnaðarsambandi Austurlands, Veiðifélagi
Fljótsdalshéraðs, NAUST og Náttúruverndarráði. Hefur nefnd
þessi síðan haldið á málinu af hálfu heimamanna og í umboði
landeigenda gagnvart virkjunaraðilum og haft samráð við Náttúru-
verndarráð um einstaka þætti.
Lagarfljótsnefnd og Náttúruverndarráð féllust á miðlun í til-
raunaskyni í allt að 20,5 metra hæð, enda yrðu jafnframt gerðar
víðtækar umhverfisrannsóknir til að leiða sem gleggst í ljós að-
stæður í Lagarfljóti og grennd, svo að unnt væri að meta áhrif af
miðlun síðar. Fóru rannsóknir þessar fram á vegum Rafmagns-
veitna ríkisins undir stjórn Náttúrufræðistofnunar fslands á árun-
um 1975 og 1976 og munu niðurstöður brátt liggja fyrir, og sumar
hafa þegar verið birtar.
Vatnsmiðlun hófst í Lagarfljóti með bráðabirgðalokum í
febrúar 1976, en síðar á árinu var lokið við að koma þar fyrir
stýranlegum geiralokum. I.agarfljótsnefnd taldi, að ekki væri farið
eftir samkomulagsdrögum við framkvæmd miðlunarinnar í febrú-
ar—september 1976 og engin rekstrarheimild lægi fyrir vegna 2.
áfanga.
Þann 27. október 1976 gaf iðnaðarráðuneytið út formlega
heimild til Rafmagnsveitna ríkisins fyrir 2. áfanga Lagarfossvirkj-
unar og er samkvæmt henni leyft að miðla upp í 20,5 metra hæð
yfir sjó hið mesta að vetrarlagi, en á tímabilinu frá 1. maí til 1.
október má ekki hækka náttúrulegt vatnsborð nema til þess beri
brýna nauðsyn og þá samkvæmt sérstakri heimild iðnaðarráðu-
neytisins. Áður en heimildar er leitað skal haft samráð við for-
svarsmenn Lagarfljótsnefndar og fulltrúa Náttúruverndarráðs.
Skilmálar þessir gilda til ársloka 1978. — H. G.