Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 8

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 8
6 MÚLAÞING „Ég var bóndi, ráðsmaður, kaupamaður, lausamaður, fjármaður, eiðsvarinn embættismaður, hundalæknir, barnakennari, sótthreins- unarmaður og sjómaður, var í förum milli landa, kom til Kaupmanna- hafnar, hefi reynt margt um dagana, elsku góði.“ Snemma nokkuð ævi sinnar mun Magnús hafa komið yfir í Fellin. Vinnumaður var hann hjá Þorvarði Kjerúlf á Ormarsstöðum og einnig hjá Jóni bónda Þorkelssyni í Fjallsseli. í þann tíð var kaup mest goldið í fríðindum. Fólkið hafði föt og fæði, en líka kindur á fóðrum, einkum karlmenn. Brátt fjölgaði svo kindunum að vinnumenn gátu ekki haft þær allar á kaupi sínu. Þá leigðu þeir ær fátækum bændum, sem lítinn bústofn höfðu, og oftast mun hafa verið ærin eftirspurn eftir leigupeningi. Þá voru afurðirnar af ánum gjarnan mestar, væru þær hafðar í kvíum á sumrin. Lömbin undan ánum, sem þá voru auðvitað hagalömb, voru rýr til frálags. Þegar Magnús var í Fellum, var þar við búhokur Jón Guðmundsson frá Hafrafelli, kona hans var Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Götu, þau voru fátæk. Magnús leigði þessum hjónum 12 ær. Leigan var sú að Jón átti að skila Magnúsi öllum lömbunum undan ánum á hausti hverju. Auðvitað voru þau hagalömb og því rýr til frálags. „Þetta þótti alveg hroðalegt okur,“ sagði Magnús, „og hreppsnefndinni ofbauð hvernig eg færi með Jón, en Þorvarður læknir sagði þeim að þeir líklega sæju það að Jón færi beint á sveitina, ef eg tæki af honum ærnar.“ Um þennan einstæða leigumála hafði Magnús þetta að segja: „Eg krafði hann aldrei um fleiri lömb en lifðu á ánum vor hvert. Yrðu ein- hver vanhöld á lömbum, skerti það minn hlut. En gæti hann hinsvegar staðið skil á lambi eftir hverja á, þá var eg vanur að láta hann hafa eina grjónahálftunnu það haustið, og var það búbót fátæklingi.“ Þannig hefur Magnús bætt upp að nokkru leigumálann. Héðan úr Fellum mun Magnús hafa flutt að Hjarðarhaga á Jökuldal. Gerðist hann ráðsmaður Sólveigar Þórðardóttur sem þá hafði misst mann sinn Benedikt frá stórum barnahóp. Brátt gengu þau Sólveig í hjónaband og bjuggu í Hjarðarhaga 1885 til 1905. Reyndist Magnús nýtur heimilisfaðir þar í Hjarðarhaga. Þau Sólveig eignuðust nokkur börn. Sonur þeirra ívar varð úti unglingur. Dóttir þeirra Anna átti Björn Jóhannsson úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu á Veturhúsum í Heiðinni 1917-1921, fluttu þá til Vopnafjarðar. Þar varð Björn barna- kennari og skólastjóri. Árið 1905 brá Magnús búi í Hjarðarhaga, en þá gerðist bóndi þar Þorvaldur stjúpsonur hans, sem lengi gerði þar garð- inn frægan. Magnús var ekki mikið í Hjarðarhaga eftir að Þorvaldur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.