Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 8
6
MÚLAÞING
„Ég var bóndi, ráðsmaður, kaupamaður, lausamaður, fjármaður,
eiðsvarinn embættismaður, hundalæknir, barnakennari, sótthreins-
unarmaður og sjómaður, var í förum milli landa, kom til Kaupmanna-
hafnar, hefi reynt margt um dagana, elsku góði.“
Snemma nokkuð ævi sinnar mun Magnús hafa komið yfir í Fellin.
Vinnumaður var hann hjá Þorvarði Kjerúlf á Ormarsstöðum og einnig
hjá Jóni bónda Þorkelssyni í Fjallsseli.
í þann tíð var kaup mest goldið í fríðindum. Fólkið hafði föt og
fæði, en líka kindur á fóðrum, einkum karlmenn. Brátt fjölgaði svo
kindunum að vinnumenn gátu ekki haft þær allar á kaupi sínu. Þá
leigðu þeir ær fátækum bændum, sem lítinn bústofn höfðu, og oftast
mun hafa verið ærin eftirspurn eftir leigupeningi. Þá voru afurðirnar af
ánum gjarnan mestar, væru þær hafðar í kvíum á sumrin. Lömbin
undan ánum, sem þá voru auðvitað hagalömb, voru rýr til frálags.
Þegar Magnús var í Fellum, var þar við búhokur Jón Guðmundsson
frá Hafrafelli, kona hans var Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Götu, þau
voru fátæk. Magnús leigði þessum hjónum 12 ær. Leigan var sú að Jón
átti að skila Magnúsi öllum lömbunum undan ánum á hausti hverju.
Auðvitað voru þau hagalömb og því rýr til frálags. „Þetta þótti alveg
hroðalegt okur,“ sagði Magnús, „og hreppsnefndinni ofbauð hvernig
eg færi með Jón, en Þorvarður læknir sagði þeim að þeir líklega sæju
það að Jón færi beint á sveitina, ef eg tæki af honum ærnar.“
Um þennan einstæða leigumála hafði Magnús þetta að segja: „Eg
krafði hann aldrei um fleiri lömb en lifðu á ánum vor hvert. Yrðu ein-
hver vanhöld á lömbum, skerti það minn hlut. En gæti hann hinsvegar
staðið skil á lambi eftir hverja á, þá var eg vanur að láta hann hafa eina
grjónahálftunnu það haustið, og var það búbót fátæklingi.“ Þannig
hefur Magnús bætt upp að nokkru leigumálann.
Héðan úr Fellum mun Magnús hafa flutt að Hjarðarhaga á Jökuldal.
Gerðist hann ráðsmaður Sólveigar Þórðardóttur sem þá hafði misst
mann sinn Benedikt frá stórum barnahóp. Brátt gengu þau Sólveig í
hjónaband og bjuggu í Hjarðarhaga 1885 til 1905. Reyndist Magnús
nýtur heimilisfaðir þar í Hjarðarhaga. Þau Sólveig eignuðust nokkur
börn. Sonur þeirra ívar varð úti unglingur. Dóttir þeirra Anna átti
Björn Jóhannsson úr Húnavatnssýslu. Þau bjuggu á Veturhúsum í
Heiðinni 1917-1921, fluttu þá til Vopnafjarðar. Þar varð Björn barna-
kennari og skólastjóri. Árið 1905 brá Magnús búi í Hjarðarhaga, en þá
gerðist bóndi þar Þorvaldur stjúpsonur hans, sem lengi gerði þar garð-
inn frægan. Magnús var ekki mikið í Hjarðarhaga eftir að Þorvaldur