Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 9

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 9
MÚLAÞING 7 tók þar við búi. Flutti Magnús þá heimili sitt að Merki á Jökuldal, þar bjó Stefán bróðir Þorvaldar. Þá tók Magnús að sér að segja til börnum í lestri og skrift á Jökuldal og víðar. Stundum var hann hér austur á Fléraði milli frænda og vina. Magnús ívarsson var í meðallagi hár, en þéttvaxinn og þykkur undir hönd. Hann var talinn glíminn vel, enda var sú íþrótt mikið iðkuð á Héraði þegar hann var að alast upp. Haft er eftir Sveini Bjarnasyni bónda á Heykollsstöðum að eitt sinn hafi verið efnt til glímukeppni á Kirkjubæ í Tungu. Þangað fór Magnús, þá kominn á Jökuldal, og lagði alla, kom heim vel virður með sigurinn. Sveinn hafði einnig eftir föður sínum, Bjarna bónda á Hafrafelli, að eitt sitt hafi þá að garði borið að Hafrafelli Magnús og Guðmund Björnsson á Ekkjufelli, síðar bónda í Ekkjufellsseli, kenndur við bæ þann jafnan og kallaður Guðmundur í Seli. Sveinn hélt að þeir hefðu báðir verið eitthvað að forvitnast um systur sínar, sem þá voru sumar gjafvaxta. Hvað sem um það var þá tóku þeir að glíma úti á túni. Þótti Bjarna undrum sæta að Guðmund- ur, sem var bæði glíminn og vel sterkur, kom Magnúsi aldrei niður heila byltu, svo var hann lipur og laginn, en skorti vitanlega afl á við Guðmund, enda höfðu föt Magnúsar verið farin að láta á sjá. Ekkju- fellsbræður voru orðlagðir kraftamenn og glímnir, svo að þeir báru af flestum samtíðarmönnum sínum. Segir nú ekki meira af lífshlaupi Magnúsar, en hann burtkallaðist af þessum heimi með nokkuð sérstæðum hætti, og verður nú frá því sagt nokkuð. Það er síðast vitað til Magnúsar í þessu lífi, að á útmánuðum 1922 kom hann ríðandi ofan úr Fellum eða Fljótsdal, hefur sennilega ætlað að heimsækja frændur og vini á Völlum og í Skriðdal. Hann fór um á Ekkjufelli, fann þar börn úti og fékk þeim bréf sem hann hafði verið beðinn fyrir. Þá hélt hann niður að Lagarfljótsbrú, en sást síðan ekki meir. Magnús hafði ungan hest til reiðar. Um kvöldið rakst einhver á hestinn þar sem hann stóð rólegur við skúrinn norðan við brúna. Svipan bundin við hnakkinn, sem var í réttri setu á hrossinu, fátt benti til að maðurinn hefði dottið af baki. Hvergi var Magnús að finna þótt leitað væri, þótti sýnt að hann hefði farið í Fljótið - viljandi eða óvilj- andi. Ýmis rök virtust hníga að því að hann hefði viljandi farið í Fljótið, þar á meðal það að hrossið stóð rólegt norðan við brúna eins og það væri þar eftir skilið. Einnig það að Brynjólfur bóndi á Ekkju- felli var uppi á túni staddur um það leyti sem Magnús fór þar hjá. Var hann að brynna hrútum sem voru þar í efsta kofanum á túninu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.