Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 14
JÓN HNEFILL AÐALSTEINSSON
Jökulsdalsmenn og Hallfreðargata
Um staðfræði Hrafnkels sögu Freysgoða
/
Þjóðfræðileg rannsókn á íslendingasögum getur beinst að ýmsum
þáttum. í fyrsta lagi má rannsaka þær sagnir sem líkur benda til að séu
undirstaða efnis hverrar sögu. Koma þá annarsvegar til greina sagnir
sem hugsanlega eiga rætur að rekja til tíundu aldar og hinsvegar þær
sagnir sem að líkindum hafa mótast á 11.-13. öld. Marktæk leið til að
greina sundur þetta sagnaefni er ef þar bregður fyrir trúarlegum
minnum, sem annaðhvort bera keim kristni eða norrænnar trúar, en
einnig má bera slíkar sagnir saman við önnur rit eldri og áreiðanlegri
svo sem íslendingabók eða Landnámu. (JHA 1987 og 1990). Önnur
leið til að rannsaka þjóðfræði íslendingasagna er að kanna það sem
segir af háttum og siðum í sögunum, sem þó getur stundum verið tor-
velt að tímasetja ákveðið til sögualdar eða ritunartíma eða einhvers-
staðar þar á milli. Loks gegnir staðfræði íslendingasagna miklu máli
við rannsókn þeirra. Þar ber þó einnig margs að gæta, en sé rétt á
málum haldið getur staðfræðin nýst vel sem hjálpargrein við rann-
sóknir íslendingasagna.
í því sem hér fer á eftir verður hugað að fáeinum þjóðsagnafræði-
legum og staðfræðilegum atriðum í Hrafnkels sögu Freysgoða. Stuðst
er við nokkrar helstu útgáfur sögunnar við þessar athuganir, en einnig
hefur verið hugað að handritum þar sem máli skipti.
II
Annar kapítuli Hrafnkels sögu Freysgoða hefst þannig:
Hrafnkell lagði þat í vanda sinn at ríða yfir á heiðar á sumarit. Þá
var Jökulsdalr albyggðr upp at brúm. Hrafnkell.sá, hvar eyðidalr
gekk af Jökulsdal. Sá dalr sýndisk Hrafnkatli byggilegri en aðrir dalir,
þeir sem hann hafði áðr sét. (ÍF XI, 98).
Síðar í sama kapítula segir:
Hrafnkell byggði allan dalinn ok gaf mönnum land, en vildi þó vera
yfirmaðr þeira ok tók goðorð yfir þeim. Við þetta var lengt nafn hans