Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 15
MÚLAÞING
13
ok kallaðr Freysgoði, ok var ójafnaðarmaðr mikill, en menntr vel.
Flann þróngdi undir sik Jökulsdalsmönnum til þingmanna hans, var
linr ok blíðr við sína menn, en stríðr ok stirðlyndr við Jökulsdalsmenn
ok fengu af honum engan jafnað. Hrafnkell stóð mjök í einvígjum ok
bætti engan mann fé, því at engi fékk af honum neinar bætr, hvat sem
hann gerði. (ÍF XI, 99).
Þar sem talað er um „allan dalinn“ í textanum er auðsjáanlega átt
við Hrafnkelsdal og þar hefur Hrafnkell samkvæmt þessu sett niður
vildarmenn sína. Frásögnin af Jökulsdalsmönnum er hins vegar öllu ó-
ljósari. Ber þar fyrst til nafngiftin Jökulsdalsmenn. Þar er um óvenju-
lega orðmynd að ræða, því að í fornritum eru íbúar einstakra dala
gjarnan nefndir „dælir“, svo sem Laxdælir, Vatnsdælir, Sýrdælir,
Svarfdælir, Fljótsdælir, svo dæmi séu tekin. Nærtæk skýring á þessari
óvenjulegu nafngift gæti verið sú, að höfundur hefði ekki þekkt neina
Jökuldæli og sú tilgáta fær stuðning þegar sagan er lesin til enda, því að
höfundur hennar virðist ekki þekkja einn einasta Jökuldæling með
nafni.
Fljótt á litið virðist sögusviðið á heimaslóðum Hrafnkels Freysgoða
á Aðalbóli takmarkast við Hrafnkelsdal og þeir fræðimenn sem um
Hrafnkels sögu hafa fjallað hafa einnig talið að helstu sögupersónurnar
hafi verið búsettar í Hrafnkelsdal. Sé litið þannig á kemur tilvitnunin:
...var linr ok blíðr við sína menn, en stríðr ok stirðlyndr við Jökuls-
dalsmenn, ok fengu af honum engan jafnað.. .ankannalega fyrir sjónir.
Þessi orð í upphafi sögunnar væru að óreyndu líkleg til að boða deilur
eða átök á milli aðalpersónu sögunnar Hrafnkels, og Jökuldæla, en
ættu jafnframt að gefa í skyn, að Hrafnkell hefði reynst sínum
mönnum í Hrafnkelsdal vel. En eins og þessi orð standa nú í sögunni
virðast þau utangátta við meginefni hennar, einhverskonar sagnleif
sem lýtur öðrum lögmálum en sagan sjálf.
En hvers vegna lætur slíkur hagleiksmaður sem höfundur Hrafnkels
sögu setninguna um átök Hrafnkels og Jökuldæla standa, þar sem hún
þjónar engum tilgangi í sögunni? Líklegasta skýringin er sú, að þessi
setning sé hvorki skáldskapur né hugarburður höfundar, heldur sé
hann hér að skrá arfsagnaleif sem fylgt hefur því efni sem hann hafði
úr að moða um Hrafnkel Freysgoða er hann setti saman söguna. Næst
liggur því fyrir að gaumgæfa hvort nokkuð fleira leynist í sögunni
sjálfri er bent gæti til sömu arfsagnaleifar um átök Hrafnkels og Jökul-
dæla. Spurningin sem ég leyfi mér í því sambandi að varpa fram et
þessi: Er það öruggt, samkvæmt Hrafnkels sögu Freysgoða, að sögu-