Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 17
MÚLAÞING
15
prentað athugasemdalaust. (Hrafnkels saga 1953, 3; 1965, 15; 1971,
15; 1981, 15.) Hermann Pálsson þýðir hins vegar á þessum stað: „in
Hrafnkelsdale" (í Hrafnkelsdal). (HP 1976, 37). í Hrafnkels sögu
útgáfu 1950 getur Jón Helgason þess þó í athugagrein neðanmáls að
eitt handrit sögunnar hafi i á þessum stað, en í textanum prentar hann
við eins og aðrir útgefendur sögunnar.
Ekki veit ég hversvegna fræðimönnum hefur þótt brýnt að þröngva
Laugarhúsum í Hrafnkelsdal í beinni andstöðu við alla helstu texta
sögunnar. Auk þess var áðurnefnd breyting ein ekki nægileg til þess að
staðhættir kæmu heim, aðra breytingu varð að gera síðar. Þegar sættir
tókust ekki með Hrafnkeli og Þorbirni eftir víg Einars segir sagan:
Þá reið Þorbjörn í brott ok ofan eptir heraði. Hann kom til Laugar-
húsa ok hitti Bjarna, bróður sinn,...(ÍF XI, 106).
Hér er leiðum rangt lýst séu Laugarhús innar í dalnum en Aðalból.
Jón Jóhannesson hefur séð þetta og segir í athugagrein: Þessi staður
bendir til þess, að Aðalból sögunnar hafi verið fyrir innan Laugarhús
í dalnum. (ÍF XI, 106). Svipaðar hugmyndir setur Sveinbjörn Rafns-
son fram í áðurnefndu riti. (SR 1990, 103; 108). í tilefni þessa er rétt
að taka það fram, að bæjarstæði Aðalbóls er tvímælalaust ákjósanleg-
asta bæjarstæði Hrafnkelsdals. Hafi verið höfuðból í dalnum til forna
hníga öll rök að því að það hafi staðið þar sem bærinn á Aðalbóli
stendur nú. Sú skipan byggðar kemur einnig að flestu leyti vel heim við
atburðarás sögunnar. Hef ég þá sérstaklega í huga lýsingu sögunnar á
aðförinni að Hrafnkeli. Hins er rétt að geta hér, að hefðu Laugarhús
verið þar sem nú heitir Reykjasel eða inni á Brúardölum, hefði Þor-
björn riðið ofan eftir héraði (eða Hrafnkelsdal eins og segir í einu
handriti) og inn með Jökulsá á Brú (eða yfir ána) er hann fór að finna
Bjarna bróður sinn.
Þegar sagt hefur verið frá bústað Bjarna í sögunni, víkur að sonum
hans, á þessa leið m.a.:
Sámr var kvángaðr ok bjó í norðanverðum dalnum á þeim bæ, er
heitir á Leikskálum, ok átti hann margt fé. (ÍF XI, 100).
Rétt er að taka fram að um bústað Sáms er fjallað í beinu framhaldi
af því sem segir að Bjarni hafi búið á Laugarhúsum við Hrafnkelsdal.
Sagan er því vikin úr Hrafnkelsdal, þegar hún segir að Sámur hafi búið
í norðanverðum dalnum og í Hrafnkels sögu er hvergi sagt berum
orðum að Leikskálar, bær Sáms, sé í Hrafnkelsdal. Að vísu má ráða af
orðum sögunnar á einum stað að Leikskálar séu í Hrafnkelsdal, er
segir frá för Sáms til Þingvalla á þessa leið: