Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 17
MÚLAÞING 15 prentað athugasemdalaust. (Hrafnkels saga 1953, 3; 1965, 15; 1971, 15; 1981, 15.) Hermann Pálsson þýðir hins vegar á þessum stað: „in Hrafnkelsdale" (í Hrafnkelsdal). (HP 1976, 37). í Hrafnkels sögu útgáfu 1950 getur Jón Helgason þess þó í athugagrein neðanmáls að eitt handrit sögunnar hafi i á þessum stað, en í textanum prentar hann við eins og aðrir útgefendur sögunnar. Ekki veit ég hversvegna fræðimönnum hefur þótt brýnt að þröngva Laugarhúsum í Hrafnkelsdal í beinni andstöðu við alla helstu texta sögunnar. Auk þess var áðurnefnd breyting ein ekki nægileg til þess að staðhættir kæmu heim, aðra breytingu varð að gera síðar. Þegar sættir tókust ekki með Hrafnkeli og Þorbirni eftir víg Einars segir sagan: Þá reið Þorbjörn í brott ok ofan eptir heraði. Hann kom til Laugar- húsa ok hitti Bjarna, bróður sinn,...(ÍF XI, 106). Hér er leiðum rangt lýst séu Laugarhús innar í dalnum en Aðalból. Jón Jóhannesson hefur séð þetta og segir í athugagrein: Þessi staður bendir til þess, að Aðalból sögunnar hafi verið fyrir innan Laugarhús í dalnum. (ÍF XI, 106). Svipaðar hugmyndir setur Sveinbjörn Rafns- son fram í áðurnefndu riti. (SR 1990, 103; 108). í tilefni þessa er rétt að taka það fram, að bæjarstæði Aðalbóls er tvímælalaust ákjósanleg- asta bæjarstæði Hrafnkelsdals. Hafi verið höfuðból í dalnum til forna hníga öll rök að því að það hafi staðið þar sem bærinn á Aðalbóli stendur nú. Sú skipan byggðar kemur einnig að flestu leyti vel heim við atburðarás sögunnar. Hef ég þá sérstaklega í huga lýsingu sögunnar á aðförinni að Hrafnkeli. Hins er rétt að geta hér, að hefðu Laugarhús verið þar sem nú heitir Reykjasel eða inni á Brúardölum, hefði Þor- björn riðið ofan eftir héraði (eða Hrafnkelsdal eins og segir í einu handriti) og inn með Jökulsá á Brú (eða yfir ána) er hann fór að finna Bjarna bróður sinn. Þegar sagt hefur verið frá bústað Bjarna í sögunni, víkur að sonum hans, á þessa leið m.a.: Sámr var kvángaðr ok bjó í norðanverðum dalnum á þeim bæ, er heitir á Leikskálum, ok átti hann margt fé. (ÍF XI, 100). Rétt er að taka fram að um bústað Sáms er fjallað í beinu framhaldi af því sem segir að Bjarni hafi búið á Laugarhúsum við Hrafnkelsdal. Sagan er því vikin úr Hrafnkelsdal, þegar hún segir að Sámur hafi búið í norðanverðum dalnum og í Hrafnkels sögu er hvergi sagt berum orðum að Leikskálar, bær Sáms, sé í Hrafnkelsdal. Að vísu má ráða af orðum sögunnar á einum stað að Leikskálar séu í Hrafnkelsdal, er segir frá för Sáms til Þingvalla á þessa leið:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.