Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 20
18
MÚLAÞING
ingu höfundar hafi verið ábótavant og þegar hann talar um dalinn er
oft torvelt að sjá hvort heldur hann á við Hrafnkelsdal eða Jökuldal.
Af þeim sökum m.a. er erfitt að koma sögusviðinu heim við staðhætti.
En sé rétt sú tilgáta sem hér hefur verið sett fram, að Sámur Bjarnason
hafi verið Jökuldælingur en ekki Hrafnkelsdælingur, þá verður skiljan-
legri en ella sagnleifin sem fyrr var að vikið, að Hrafnkell hafi verið
„stirðr ok stríðlyndr við Jökulsdalsmenn". Hitt er ljóst, að höfundur
sögunnar hefur ekki gert sér fullkomlega grein fyrir þessu og gæti
tvennt hafa valdið. Annarsvegar að það sagnaefni sem honum var til-
tækt um Hrafnkel Freysgoða hefur verið fyrnt og óljóst og hann hafi
þar þurft að vinna úr sundurlausum og ósamstæðum brotum. Hins-
vegar gæti ókunnugleiki hans á söguslóðunum hafa valdið ónákvæmn-
inni. Sami ókunnugleiki gæti einnig hafa valdið er hann lýsir för Sáms
til Alþingis og lætur hann fara norður til brúa og svo yfir brú og þaðan
yfir Möðrudalsheiði. Að vísu segir ekki berum orðum í sögunni að
Sámur hafi haldið heiman frá sér þessa Ieið. En leiðin sem lýst er er
leið Þorbjarnar, föðurbróður Sáms, heiman frá sér áleiðis til þings, en
hann varð Sámi samferða á þingið samkvæmt sögunni.
Fræðimenn sem um Hrafnkels sögu hafa fjallað hafa allir að því er
ég best veit gert ráð fyrir því að Leikskálar hafi verið í Hrafnkelsdal.
Hins vegar hefur enginn þeirra getað bent á hvar sá bær hefði átt að
standa. Sigurður Gunnarsson segir: Leikskálar í norðanverðum
dalnum vita menn nú ekki hvar verið hafa. Ætla sumir sá bær hafi
verið þar, sem nú er Vaðbrekka, eður eyðibýlið Þrándarstaðir skammt
þar inn frá undir vesturhlíð, sem nú er kölluð norðurhlíð. Annað forn-
býli hefir staðið norðaustan við ána, utan við Hrafnkelsdalsmynni, og
veit engi nafn á. Geta sumir til að þar hafi verið Leikskálar. (SG 1886,
455). í íslenzkum fornritum segir Jón Jóhannesson aðeins um Leik-
skála, að ókunnugt sé hvar sá bær hafi staðið, en í nafnaskrá segir:
Leikskálar, bær í Hrafnkelsdal (nú eyddur). (ÍF XI, 370).
III
Staðfræði og þjóðsagnafræði Hrafnkels sögu Freysgoða geymir fleiri
forvitnileg viðfangsefni en þau sem nú hafa verið rakin. í öðrum kapí-
tula sögunnar segir á þessa leið í útgáfu íslenzkra fornrita:
Hrafnkell reið upp eftir Fljótsdalsheiði ok sá, hvar eyðidalr gekk af
Jökulsdal. (ÍF XI, 98).
í athugagrein neðanmáls segir að Fljótsdalsheiði sé leiðrétting, því