Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 20

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 20
18 MÚLAÞING ingu höfundar hafi verið ábótavant og þegar hann talar um dalinn er oft torvelt að sjá hvort heldur hann á við Hrafnkelsdal eða Jökuldal. Af þeim sökum m.a. er erfitt að koma sögusviðinu heim við staðhætti. En sé rétt sú tilgáta sem hér hefur verið sett fram, að Sámur Bjarnason hafi verið Jökuldælingur en ekki Hrafnkelsdælingur, þá verður skiljan- legri en ella sagnleifin sem fyrr var að vikið, að Hrafnkell hafi verið „stirðr ok stríðlyndr við Jökulsdalsmenn". Hitt er ljóst, að höfundur sögunnar hefur ekki gert sér fullkomlega grein fyrir þessu og gæti tvennt hafa valdið. Annarsvegar að það sagnaefni sem honum var til- tækt um Hrafnkel Freysgoða hefur verið fyrnt og óljóst og hann hafi þar þurft að vinna úr sundurlausum og ósamstæðum brotum. Hins- vegar gæti ókunnugleiki hans á söguslóðunum hafa valdið ónákvæmn- inni. Sami ókunnugleiki gæti einnig hafa valdið er hann lýsir för Sáms til Alþingis og lætur hann fara norður til brúa og svo yfir brú og þaðan yfir Möðrudalsheiði. Að vísu segir ekki berum orðum í sögunni að Sámur hafi haldið heiman frá sér þessa Ieið. En leiðin sem lýst er er leið Þorbjarnar, föðurbróður Sáms, heiman frá sér áleiðis til þings, en hann varð Sámi samferða á þingið samkvæmt sögunni. Fræðimenn sem um Hrafnkels sögu hafa fjallað hafa allir að því er ég best veit gert ráð fyrir því að Leikskálar hafi verið í Hrafnkelsdal. Hins vegar hefur enginn þeirra getað bent á hvar sá bær hefði átt að standa. Sigurður Gunnarsson segir: Leikskálar í norðanverðum dalnum vita menn nú ekki hvar verið hafa. Ætla sumir sá bær hafi verið þar, sem nú er Vaðbrekka, eður eyðibýlið Þrándarstaðir skammt þar inn frá undir vesturhlíð, sem nú er kölluð norðurhlíð. Annað forn- býli hefir staðið norðaustan við ána, utan við Hrafnkelsdalsmynni, og veit engi nafn á. Geta sumir til að þar hafi verið Leikskálar. (SG 1886, 455). í íslenzkum fornritum segir Jón Jóhannesson aðeins um Leik- skála, að ókunnugt sé hvar sá bær hafi staðið, en í nafnaskrá segir: Leikskálar, bær í Hrafnkelsdal (nú eyddur). (ÍF XI, 370). III Staðfræði og þjóðsagnafræði Hrafnkels sögu Freysgoða geymir fleiri forvitnileg viðfangsefni en þau sem nú hafa verið rakin. í öðrum kapí- tula sögunnar segir á þessa leið í útgáfu íslenzkra fornrita: Hrafnkell reið upp eftir Fljótsdalsheiði ok sá, hvar eyðidalr gekk af Jökulsdal. (ÍF XI, 98). í athugagrein neðanmáls segir að Fljótsdalsheiði sé leiðrétting, því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.