Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 23
MÚLAÞING
21
mjög. Þar eru bleytur svá at náliga er ófært yfir. Af því lagði Hallfreðr
karl inar efri götur, þó at þær væri lengri. (ÍF XI, 128-129).
í athugagrein segir: inar efri götur hljóta að vera Hallfreðargata, og
bendir þessi staður til þess að hún hafi legið ofar (c: sunnar) yfir heið-
ina en aðalleiðin, sem hér er lýst. (ÍF XI, 129).
í útgáfum Hrafnkels sögu Freysgoða á síðari áratugum hefur sú
breyting oft verið gerð að Fljótsdalshéraði sögunnar er á áðurnefndum
stöðum breytt í Fljótsdalsheiði. í útgáfu sögunnar í Kaupmannahöfn
1950 breytir Jón Helgason Fljótsdalshéraði í Fljótsdalsheiði. Hann
vitnar í Sigurð Gunnarsson í Safni til sögu íslands og kallar breyting-
una leiðréttingu. (Hrafnkels saga 1950, 2).
Þegar Magnús Finnbogason gaf Hrafnkels sögu út í Reykjavík 1953
gerði hann sömu breytingar sem hann rökstuddi þannig: Á nokkrum
stöðum hefur Jón Jóhannesson gert breytingar á leshætti handritanna,
þar sem það var óhjákvæmilegt efnis og staðhátta vegna. Eru þær að
sjálfsögðu teknar upp í þessa útgáfu og einkenndar í henni með gleiðu
letri. Breytingarnar eru þessar: Fljótsdalshérað fyrir Fljótsdalsheiði...
(Hrafnkels saga 1953, III-IV). Aðrar breytingar sem Magnús Finn-
bogason nefnir skipta ekki máli þá umræðu sem hér er. Þegar Óskar
Halldórsson gaf Hrafnkels sögu út 1965 breytti hann á sama veg og
gerði svofellda athugasemd við fyrstu breytinguna. Leiðrétt, Fljóts-
dalshéraði öll hdr. Dalurinn sést ekki úr héraðinu. (Hrafnkels saga
1965, 2). Sama leiðrétting kemur fyrir á nokkrum stöðum. í síðari
útgáfu Óskars af sögunni er þessum breytingum haldið óbreyttum og
fylgir sama athugasemd. (Hrafnkels saga, 1971; 1981, 2). Sama breyt-
ing kemur einnig fyrir í þýðingum sögunnar á önnur mál. Nefni ég hér
sem dæmi þýðingu Hermanns Pálssonar sem Penguin gaf fyrst út 1971
og síðan hefur verið endurútgefin. (Hrafnkel’s Saga and other Stories
1976, 36-37). í þýðingunni er breyting textans gerð athugasemdalaust.
Breskur fræðimaður O.D. Macrae-Gibson ferðaðist um söguslóðir
Hrafnkels sögu sumarið 1973 og birti ritgerð um athuganir sínar á stað-
fræði sögunnar árið 1976 í Saga-Book, tímariti Víkingafélagsins í
London. Hann víkur þar að Hallfreðargötu og segir að við verðum að
leita hennar á sömu slóðum og Jón Jóhannesson gerði, upp frá Kleif.
En í framhaldi af því að Hallfreðargata hafi legið upp frá Kleif sér Gib-
son tormerki á því að Hallfreðarstaðir hafi verið úti í Hróarstungu. Til
að sníða af þessa vankanta getur hann þess til að Hallfreður hafi í önd-
verðu ekki flust vestur yfir Rangá, heldur vestur yfir Keldá í Fljótsdal