Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 23

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 23
MÚLAÞING 21 mjög. Þar eru bleytur svá at náliga er ófært yfir. Af því lagði Hallfreðr karl inar efri götur, þó at þær væri lengri. (ÍF XI, 128-129). í athugagrein segir: inar efri götur hljóta að vera Hallfreðargata, og bendir þessi staður til þess að hún hafi legið ofar (c: sunnar) yfir heið- ina en aðalleiðin, sem hér er lýst. (ÍF XI, 129). í útgáfum Hrafnkels sögu Freysgoða á síðari áratugum hefur sú breyting oft verið gerð að Fljótsdalshéraði sögunnar er á áðurnefndum stöðum breytt í Fljótsdalsheiði. í útgáfu sögunnar í Kaupmannahöfn 1950 breytir Jón Helgason Fljótsdalshéraði í Fljótsdalsheiði. Hann vitnar í Sigurð Gunnarsson í Safni til sögu íslands og kallar breyting- una leiðréttingu. (Hrafnkels saga 1950, 2). Þegar Magnús Finnbogason gaf Hrafnkels sögu út í Reykjavík 1953 gerði hann sömu breytingar sem hann rökstuddi þannig: Á nokkrum stöðum hefur Jón Jóhannesson gert breytingar á leshætti handritanna, þar sem það var óhjákvæmilegt efnis og staðhátta vegna. Eru þær að sjálfsögðu teknar upp í þessa útgáfu og einkenndar í henni með gleiðu letri. Breytingarnar eru þessar: Fljótsdalshérað fyrir Fljótsdalsheiði... (Hrafnkels saga 1953, III-IV). Aðrar breytingar sem Magnús Finn- bogason nefnir skipta ekki máli þá umræðu sem hér er. Þegar Óskar Halldórsson gaf Hrafnkels sögu út 1965 breytti hann á sama veg og gerði svofellda athugasemd við fyrstu breytinguna. Leiðrétt, Fljóts- dalshéraði öll hdr. Dalurinn sést ekki úr héraðinu. (Hrafnkels saga 1965, 2). Sama leiðrétting kemur fyrir á nokkrum stöðum. í síðari útgáfu Óskars af sögunni er þessum breytingum haldið óbreyttum og fylgir sama athugasemd. (Hrafnkels saga, 1971; 1981, 2). Sama breyt- ing kemur einnig fyrir í þýðingum sögunnar á önnur mál. Nefni ég hér sem dæmi þýðingu Hermanns Pálssonar sem Penguin gaf fyrst út 1971 og síðan hefur verið endurútgefin. (Hrafnkel’s Saga and other Stories 1976, 36-37). í þýðingunni er breyting textans gerð athugasemdalaust. Breskur fræðimaður O.D. Macrae-Gibson ferðaðist um söguslóðir Hrafnkels sögu sumarið 1973 og birti ritgerð um athuganir sínar á stað- fræði sögunnar árið 1976 í Saga-Book, tímariti Víkingafélagsins í London. Hann víkur þar að Hallfreðargötu og segir að við verðum að leita hennar á sömu slóðum og Jón Jóhannesson gerði, upp frá Kleif. En í framhaldi af því að Hallfreðargata hafi legið upp frá Kleif sér Gib- son tormerki á því að Hallfreðarstaðir hafi verið úti í Hróarstungu. Til að sníða af þessa vankanta getur hann þess til að Hallfreður hafi í önd- verðu ekki flust vestur yfir Rangá, heldur vestur yfir Keldá í Fljótsdal
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.