Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 25

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 25
MÚLAMNG 23 Horft af Völlum yfir Lagarfljót þar sem Fellin blasa við. Bak við þau er Fellaheiðin, sem er hluti af Fljótsdalsheiði, með fönnum hér ogþar. Eftir henni hefur Hallfreðargata legið, enda skammt frá Heiðarenda til hœgri norður í HaUfreðarstaði. Ljósm. Pétur Eiðsson. og Hallfreðarstaðir hafi staðið einhversstaðar á Múlanum milli Keldár og Jökulsár í Fljótsdal, sem hann telur að vel geti hafa heitið Tunga. (M-G Í975-76, 260-262). Eins og áður sagði taldi Jón Jóhannesson að ofar í sögunni merkti innar eða sunnar á Fljótsdalsheiði og Gibson tók undir þessa tilgátu hans. Er rétt að hyggja fyrst að þessu sérstaklega. Þá er á það að líta að Fljótsdalsheiði hallar mjög lítið frá suðri til norðurs og er heiðin nánast sem slétt yfir að líta. Því liggur ekki beint við að tala um að maður fari ofar yfir heiðina ef maður fer upp frá Kleif í stað þess að fara upp frá Bessastöðum. Eðlilegra væri að segja að þá færi maður sunnar, innar eða framar. Þá er einnig óeðlilegt að tala um að fara fyrir ofan Eyvindarfjöll ef farið er fyrir sunnan þau, því að á þeirri leið líta menn upp til fjallanna. Svipað verður upp á teningnum þegar hugað er að Uxamýri, Grautarflóa eða hvaða forað sem það nú var sem Hall- freður vildi sneiða hjá. Grautarflói og fleiri flóadrög eru suður alla Fljótsdalsheiði beggja vegna Miðheiðarhálsins. Þeir sem fara göturnar frá Kleif til Aðalbóls þurfa að kafa Grautarflóa engu síður en þeir sem fara upp frá Bessastöðum, þó hann sé að vísu ekki eins djúpur á syðri leiðinni. Á milli Kleifar og Aðalbóls er skemmsta leið yfir Fljótsdals- heiði ámilli bæja og kemur það því illa heim við það sem segir í sög-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.