Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 26
24
MÚLAÞING
unni um Hallfreðargötu að hún væri lengri en aðrar leiðir og hana færu
þeir einir sem væru kunnugastir. Af öllum leiðum yfir Fljótsdalsheiði
er leiðin á milli Kleifar og Aðalbóls auðrötuðust og hættuminnst
ókunnugum. Að lokum má benda hér á þau vandræði sem Gibson
komst í er hann hafði lagt Hallfreðargötu þarna og þurfti að færa Hall-
freðarstaði um nokkrar sveitir til að koma öllu heim.
Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið virðist mér auðsýnt að
Hallfreðargötu verði að leita annarsstaðar en á miili Kleifar og Aðal-
bóls.
í fyrrnefndri ritgerð í Safni til sögu íslands minnist Sigurður Gunn-
arsson á Hallfreðargötu og segir: Hallfreðargata. Það er enn í
munnmælum að sá vegur hafi legið inn frá Hallfreðarstöðum, upp dal-
verpi, sem er inn og upp af bænum utan í lágheiði, síðan inn með
öllum miðheiðarhálsi á miðri Fljótsdalsheiði, upp til Aðalbóls. Það er
mest allt þur vegur. Þá er rangt í sögunni, að sá vegur sé lengri en
annar til Aðalbóls, því að hann er styztur allra vega og beztur, sem
fara má til Aðalbóls frá Hallfreðarstöðum. (SG 1886, 454).
Það er rétt hjá Sigurði Gunnarssyni að sú leið sem hér er lýst er mest
allt þurr vegur og allra vega greiðfærastur sem fara má frá Hallfreðar-
stöðum til Aðalbóls. Miðheiðarhálsinn er melhryggur sem liggur eftir
Fljótsdalsheiðinni endilangri á vatnaskilum og frá honum má fara til-
tölulega þurra leið til Aðalbóls sunnan Eyvindarfjalla. Sé farið suður
heiðina með Miðheiðarhálsinum er einnig hægt að sneiða hjá ýmsum
flóadrögum sem liggja austan og vestan við Miðheiðarháls svo sem
Grautarflóa. Þessi leið kemur því ágætlega heim við það sem sagt er í
sögunni að Hallfreður karl hafi lagt hinar efri götur til að sneiða hjá
þessum flóum.
Hitt orkar tvímælis þegar Sigurður Gunnarsson segir það rangt í
sögunni að þessi leið sé lengri en aðrar. Það er rétt að hér er um að
ræða stystu leið á milli Hallfreðarstaða og Aðalbóls sem hugsanleg er,
en þetta er einnig lengsta hugsanlega leið yfir Fljótsdalsheiði. Og þessi
leið yfir Fljótsdalsheiði er ekki ætlandi nema kunnugum mönnum, því
að oft leggur þoku yfir heiðina á skemmri tíma en þessi leið er á enda
farin. Og þegar rætt er um langan eða skamman veg yfir heiði virðist
mér eðlilegast að miða við hve lengi menn eru á ferð á heiðinni sjálfri
og þannig virðist mér einnig eðlilegast að skilja orð höfundar Hrafn-
kels sögu.
Enn eru ekki talin upp öll þau vandamál sem hrannast hafa upp við
athugun fræðimanna á Hallfreðargötu. Þegar Sigurður Gunnarsson er