Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 26
24 MÚLAÞING unni um Hallfreðargötu að hún væri lengri en aðrar leiðir og hana færu þeir einir sem væru kunnugastir. Af öllum leiðum yfir Fljótsdalsheiði er leiðin á milli Kleifar og Aðalbóls auðrötuðust og hættuminnst ókunnugum. Að lokum má benda hér á þau vandræði sem Gibson komst í er hann hafði lagt Hallfreðargötu þarna og þurfti að færa Hall- freðarstaði um nokkrar sveitir til að koma öllu heim. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið virðist mér auðsýnt að Hallfreðargötu verði að leita annarsstaðar en á miili Kleifar og Aðal- bóls. í fyrrnefndri ritgerð í Safni til sögu íslands minnist Sigurður Gunn- arsson á Hallfreðargötu og segir: Hallfreðargata. Það er enn í munnmælum að sá vegur hafi legið inn frá Hallfreðarstöðum, upp dal- verpi, sem er inn og upp af bænum utan í lágheiði, síðan inn með öllum miðheiðarhálsi á miðri Fljótsdalsheiði, upp til Aðalbóls. Það er mest allt þur vegur. Þá er rangt í sögunni, að sá vegur sé lengri en annar til Aðalbóls, því að hann er styztur allra vega og beztur, sem fara má til Aðalbóls frá Hallfreðarstöðum. (SG 1886, 454). Það er rétt hjá Sigurði Gunnarssyni að sú leið sem hér er lýst er mest allt þurr vegur og allra vega greiðfærastur sem fara má frá Hallfreðar- stöðum til Aðalbóls. Miðheiðarhálsinn er melhryggur sem liggur eftir Fljótsdalsheiðinni endilangri á vatnaskilum og frá honum má fara til- tölulega þurra leið til Aðalbóls sunnan Eyvindarfjalla. Sé farið suður heiðina með Miðheiðarhálsinum er einnig hægt að sneiða hjá ýmsum flóadrögum sem liggja austan og vestan við Miðheiðarháls svo sem Grautarflóa. Þessi leið kemur því ágætlega heim við það sem sagt er í sögunni að Hallfreður karl hafi lagt hinar efri götur til að sneiða hjá þessum flóum. Hitt orkar tvímælis þegar Sigurður Gunnarsson segir það rangt í sögunni að þessi leið sé lengri en aðrar. Það er rétt að hér er um að ræða stystu leið á milli Hallfreðarstaða og Aðalbóls sem hugsanleg er, en þetta er einnig lengsta hugsanlega leið yfir Fljótsdalsheiði. Og þessi leið yfir Fljótsdalsheiði er ekki ætlandi nema kunnugum mönnum, því að oft leggur þoku yfir heiðina á skemmri tíma en þessi leið er á enda farin. Og þegar rætt er um langan eða skamman veg yfir heiði virðist mér eðlilegast að miða við hve lengi menn eru á ferð á heiðinni sjálfri og þannig virðist mér einnig eðlilegast að skilja orð höfundar Hrafn- kels sögu. Enn eru ekki talin upp öll þau vandamál sem hrannast hafa upp við athugun fræðimanna á Hallfreðargötu. Þegar Sigurður Gunnarsson er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.