Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 27

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 27
MÚLAÞING 25 að skýra frásögn Hrafnkels sögu af því að Hallfreður hafi leitað sér leiðar fyrir ofan fell þau er standa í Fljótsdalshéraði segir hann: Þar eru ei önnur fjöll en Fljótsdalsheiðin, þau er Hallfreður gat lagt leið fyrir ofan. Fljótsdalsheiði er milli Fljótsdals og Jökuldals, og er ekki rétt orðað að Hallfreður hafi farið ofan við hana, ef hann hefur farið eptir henni, nema söguritarinn kalli svo, þegar Hallfreður fór á bak við austurbrún heiðarinnar. (SG 1886, 454). Þar eru ei önnur fjöll en Fljótsdalsheiðin, sagði Sigurður Gunnars- son og mér er ekki kunnugt um að fræðimenn hafi rengt þessa staðhæf- ingu hans. í rannsóknum sínum hafa þeir því leitað að fjöllum sem Hallfreður hefði getað farið fyrir ofan. Og úr því að slík fjöll voru ekki til í Héraðinu, þá lá næst fyrir að leita þeirra á Fljótsdalsheiðinni eins og Jón Jóhannesson gerði áður en hann gaf Hrafnkels sögu út í ritröð íslenzkra fornrita. Eins og áður gat staðnæmdist Jón við Eyvindarfjöll og lagði Hallfreðargötu í framhaldi af því upp frá Kleif. Macrae-Gib- son fetaði í sömu spor er hann kannaði söguslóðir Hrafnkels sögu árið 1973 og taldi að Hallfreðargötu væri ekki annarsstaðar að leita. Þar eru ei önnur fjöll, sagði Sigurður Gunnarsson, en höfundur Hrafnkels sögu talar ekki um fjöll heldur fell. Þessu veitti ég athygli fyrir alllöngu og setti fram í útvarpserindi haustið 1974. Þá varð mér jafnframt ljóst að Sigurði Gunnarssyni hafði yfirsést ótrúlega um nálægt landslag. Enda þótt hann sæi engin fjöll á Fljótsdalsheiði, þá átti hann af hlaðinu á Hallormsstað að geta séö fell í Fljótsdalshéraði. Á Fljótsdalshéraði er heil sveit sem heitir Fell og þangað sést af hlað- inu á Hallormsstað. Þar standa einstök fell í Héraðinu, Ekkjufell, Birnufell, Hafrafell, Staffell, Kálfafell, þar er fell við fell. Landslagi í Fellum lýsir Helgi Gíslason þannig: Lítum yfir sveitina af Ekkjufellinu. Við sjáum ekkert samfellt sléttlendi, en því betur háa, klettótta ása og djúp sund á milli þeirra. Landið er hér allt mjög sprungið. Gleggstar eru gapandi sprungurnar í klettabeltið innan við Ekkjufell. Þar köllum við klaufir. Stöðuvötn mörg, smá og stór, leyn- ast milli fella og ása, svo sem Urriðavatn, Langavatn, Reyðarvatn, Ekkjuvatn, Bolavatn, Skrukkuvatn o.fl. (HG 1974, 372). Áður en vegur var lagður um Fellin hefur þar því verið yfirferðarillt, grýtt mjög og blautt, ekki síst meðan landið var enn viði vaxið. HalF freðargata, frá Hallfreðarstöðum inn með Miðheiðarhálsi til Aðalbóls, liggur samkvæmt heimildum einmitt fyrir ofan þessi Fell, inn Fella- heiðina og Fljótsdalsheiðina vestan þeirra. Lýsing Hrafnkels sögu' á Hallfreðargötu á þessum slóðum kemur ágætlega heim við staðhætti og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.