Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 37
MÚLAÞING
35
haugbrot. Fór til og fyllti gröfina, og hefur enginn árætt síðan að grafa
þarna eftir fjársjóðnum.
Þetta er mjög dæmigerð frásaga af tilraun til að grafa á stað þar sem
fé á að vera falið. Hins vegar er athyglisvert að sagan gerir ráð fyrir að
Árni sé grafinn undir steininum, en þess var ekki getið í fyrri sögunni
né þeirri næstu.
Enn er til saga af Árnasteini, sem skráð er í örnefnaskrá Arnheið-
arstaða, um 1960-1970, eftir þáverandi ábúendum, sem líklega hafa
haft hana eftir Jörgen E. Kjerúlf, sem var upp alinn á Arnheiðarstöð-
um. (18)
„Sagt er að maður hafi forðað sér upp á steininn undan nauti, og gróf svo tvo
kúta með peningum, annan fyrir framan steininn, hinn fyrir utan. Sagt er, að ef
þessu yrði rænt, ætti bærinn að brenna, þrír bestu menn sveitarinnar að deyja,
og að lokum sá er að þessu ynni. Eitt sinn var gerð tilraun, en þá var ekki að
sökum að spyrja, bærinn virtist standa í björtu báli“.
Fróðlegt er að bera saman þessar þrjár sögur um Árnastein og sýna
þær vel hvernig þjóðsögur þróast og breytast, jafnvel þótt búið sé að
skrá þær og gefa út á bókum fyrir löngu. Nýr þáttur er kominn inn í
yngstu söguna, um mann sem bjargast upp á stein undan nauti, en það
virðist koma aðalsögninni um fjársjóðinn harla lítið við, enda telur
Aðalbjörn á Arnheiðarstöðum, að nautssagan eigi líklega við annan
stein, sem er þarna skammt fyrir innan og neðan, og erfitt er að kom-
ast upp á. (Hann kannast ekki við að hafa heyrt sögnina um tvo kúta).
Loftandarnir þrír, sem gættu fjársjóðsins í fyrstu sögunni, virðast
hér hafa breyst í góðbændur í Fljótsdal, sem eiga að verða fyrir barð-
inu á álögunum.
Tóttin eða dysin sem minnst er á í sögu Vigfúsar, vestan við Árna-
stein, er nú ekki sýnileg lengur, en greinileg dæld er niður með stein-
inum að utanverðu, og rétt við hana eru nokkrar misstórar þúfur, líkt
og þarna hefðu verið stungnir upp hnausar og látnir liggja þar sem þeir
komu niður. Virðist það benda til, að grafið hafi verið niður með stein-
inum og undir hann. Halda sumir að það hafi síðast verið gert af vinnu-
mönnum frá Arnheiðarstöðum um aldamótin síðustu, og er margt
ólíklegra en það.
Annars hefur þarna orðið nokkurt rask af vegagerð, líklega strax
þegar vegurinn var lagður um 1935, og þegar hann var endurbyggður
um 1970. Hefur sýnilega eitthvað verið skafið upp í veginn, bæði fyrir
innan og utan steininn, en þó ekki nær honum en nokkra metra.