Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 37

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 37
MÚLAÞING 35 haugbrot. Fór til og fyllti gröfina, og hefur enginn árætt síðan að grafa þarna eftir fjársjóðnum. Þetta er mjög dæmigerð frásaga af tilraun til að grafa á stað þar sem fé á að vera falið. Hins vegar er athyglisvert að sagan gerir ráð fyrir að Árni sé grafinn undir steininum, en þess var ekki getið í fyrri sögunni né þeirri næstu. Enn er til saga af Árnasteini, sem skráð er í örnefnaskrá Arnheið- arstaða, um 1960-1970, eftir þáverandi ábúendum, sem líklega hafa haft hana eftir Jörgen E. Kjerúlf, sem var upp alinn á Arnheiðarstöð- um. (18) „Sagt er að maður hafi forðað sér upp á steininn undan nauti, og gróf svo tvo kúta með peningum, annan fyrir framan steininn, hinn fyrir utan. Sagt er, að ef þessu yrði rænt, ætti bærinn að brenna, þrír bestu menn sveitarinnar að deyja, og að lokum sá er að þessu ynni. Eitt sinn var gerð tilraun, en þá var ekki að sökum að spyrja, bærinn virtist standa í björtu báli“. Fróðlegt er að bera saman þessar þrjár sögur um Árnastein og sýna þær vel hvernig þjóðsögur þróast og breytast, jafnvel þótt búið sé að skrá þær og gefa út á bókum fyrir löngu. Nýr þáttur er kominn inn í yngstu söguna, um mann sem bjargast upp á stein undan nauti, en það virðist koma aðalsögninni um fjársjóðinn harla lítið við, enda telur Aðalbjörn á Arnheiðarstöðum, að nautssagan eigi líklega við annan stein, sem er þarna skammt fyrir innan og neðan, og erfitt er að kom- ast upp á. (Hann kannast ekki við að hafa heyrt sögnina um tvo kúta). Loftandarnir þrír, sem gættu fjársjóðsins í fyrstu sögunni, virðast hér hafa breyst í góðbændur í Fljótsdal, sem eiga að verða fyrir barð- inu á álögunum. Tóttin eða dysin sem minnst er á í sögu Vigfúsar, vestan við Árna- stein, er nú ekki sýnileg lengur, en greinileg dæld er niður með stein- inum að utanverðu, og rétt við hana eru nokkrar misstórar þúfur, líkt og þarna hefðu verið stungnir upp hnausar og látnir liggja þar sem þeir komu niður. Virðist það benda til, að grafið hafi verið niður með stein- inum og undir hann. Halda sumir að það hafi síðast verið gert af vinnu- mönnum frá Arnheiðarstöðum um aldamótin síðustu, og er margt ólíklegra en það. Annars hefur þarna orðið nokkurt rask af vegagerð, líklega strax þegar vegurinn var lagður um 1935, og þegar hann var endurbyggður um 1970. Hefur sýnilega eitthvað verið skafið upp í veginn, bæði fyrir innan og utan steininn, en þó ekki nær honum en nokkra metra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.