Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 38
36
MÚLAÞING
(Aðalbjörn segir að verkstjóranum, Guðna Nikulássyni, hafi verið
gert viðvart um gildi steinsins).
Heitið Árnasteinn vekur óneitanlega þá grunsemd, að steinninn
dragi nafn af Árna Þórðarsyni, sem nefndur var hinn ríki, og bjó á
Arnheiðarstöðum 1718-1771, en af honum er komin Arnheiðarstaða-
ætt (sjá Ættir Austf., bls. 1136). Af honum mynduðust þjóðsögur, sem
greinir í Þjóðsögum Sigfúsar 9. bindi bls. 32.
Sigfús gerir ráð fyrir því, að Árni ríki hafi grafið eftir fjársjóðnum,
og að menn hafi etv. „sett nafn grafarans á haugbúann“, sbr. neðan-
málsgrein þá sem fyrr var vitnað til. Heldur Sigfús, að Árnasteinn sé
raunverulega „dys Arnheiðar“, og hafi heitið Arneiðarsteinn áður.
Þetta er vissulega engin fjarstæða, en á móti því mæla ummæli forn-
sögunnar um haug Arnheiðar og núverandi örnefni.
Sigfús á Skjögrastöðum nefnir steininn Peningastein, og gæti það
líka verið upprunalegt nafn, sem hefði breyst fyrir áhrif frá sögum um
Árna ríka, enda mun það vera almenn skoðun í Fljótsdal, að steinninn
sé kenndur við Ríka-Árna og að hann hafi sjálfur fólgið fjársjóðinn
undir honum.
Hugleiðing um Arnar-nöfn.
Gaman er að velta því fyrir sér, hvort Árna- og Arnheiðar-nöfnin á
Arnheiðarstöðum séu ef til vill ekki kennd við menn, heldur trúarlegs
eðlis. Hugsanlegt er líka að þau tengist fuglinum erni, en það verður
þó að teljast fremur ólíklegt.
Það er vel kunnugt, að örninn var trúarlegt tákn víða um heim og er
jafnvel enn í dag. M.a. kemur þetta fram í mikilli notkun arnarmynda
á skjaldarmerkjum. Frásögn Landnámabókar af landnámi Einars
Þorgeirssonar og félaga hans í Öxarfirði skýrir þetta mjög vel:
„Þeir settu öxi í Reistargnúp og kölluðu því Öxarfjörð; þeir settu örn upp
fyrir vestan og kölluðu þar Arnarþúfu; en í þriðja stað settu þeir kross; þar
nefndu þeir Krossás. Svo helguðu þeir sér allan Öxarfjörð".
Hér er arnarmerkið greinilega talið jafngilt krossmarki og öxar-
merki til landhelgunar.
í Landnámabók segir að þeir bræður, Graut-Atli og Ketill þyrmur,
synir Þóris þiðranda „fóru úr Veradal til íslands og námu land í
Fljótsdal, fyrr en Brynjólfur kæmi út, Lagarfljótsstrandir báðar, Ketill
fyrir vestan fljót, á millim Hengiforsár og Ormsár“, og bjó á Arnheið-