Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 44

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 44
42 MÚLAÞING Séra Benedikt Þórarinsson undir Ási ritar svo í fornleifaskýrslu sinni frá 1848 (17): „Það er mál manna, að í forntíð hafi hér á Fljótsdalshéraði verið 3 vinir, er svo hétu: Ormar, Bessi og Rauður, lifði Rauður þeirra lengst. Ormar bjó á Ormarsstöðum í Fellum, Bessi á Bessastöðum í Fljótsdal og skal hvör þeirra vera heygður í landareign bæja þeirra, Rauður veit eg ekki hvar búið hefir, en þá er báðir hinir voru andaðir, mælti hann svo fyrir, að hann heygður yrði á þeim stað, er sæist til hauga beggja þessara vina hans, og var svo gjört...“ Sigfús telur að Rauður sé Ásrauður, sem fékk Ásvarar Herjólfsdótt- ur, stjúpdóttur og bróðurdóttur Brynjólfs hins gamla, en þau bjuggu á Ketilsstöðum, skv. Landnámu. Heldur Sigfús að þríhaugasögnin hafi upphaflega átt við haug Brynjólfs, en hann þekkist nú ekki, enda ekki vitað hvar Brynjólfur bjó. Þorgerðarþúfa, Bessastöðum Sigurður Gunnarsson getur um Þorgerðarþúfu í örnefnaritgerð sinni 1886 (15), sem fyrr segir. „Þorgerðarþúfa heitir í Bessastaðatúni. Þar undir á kona Bessa að vera leidd. En sagan segir hún heiti Ingibjörg.“ 1 örnefnaskrá Bessastaða stendur þetta um þúfuna: „Þá koma þúfur, sem nú er búið að slétta yfir. Fremst og neðst í þúfunum var stór þúfa, Þorgerðarþúfa. Hún lá frá SV til NA. Mun vera 25-30 m vestur af Bessastaðabæ." Þetta mun vera skráð eftir Axel Jónssyni bónda á Bessastöðum. Þorgerðarþúfa er nú horfin af yfirborðinu, eins og fram kemur í örnefnaskránni, en nokkurn veginn vitað um staðinn. í Droplaugarsona sögu er kona Bersa nefnd Ingibjörg og sögð vera Egilsdóttir rauða landnámsmanns í Norðfirði. Hins vegar getur Sigfús Sigfússon þess í þætti sínum, að kona Bersa sé nefnd Þuríður í munnmælum (2. útg. 6. bindi, bls. 9), og er þá orðið skammt yfir í Þor- gerðar-nafnið. Sigfús nefnir samt ekki Þorgerðarþúfu (né Þuríðar- þúfu). Hugsanlegt er að þúfan sé kennd við Þorgerði silfru, sem bjó fyrst á Þorgerðarstöðum, skv. Vopnfirðinga sögu, en giftist síðan Brodd- Helga á Hofi í Vopnafirði, höfðingja miklum. Hún hlaut litlar vin- sældir þar nyrðra, og var að lokum rekin burt frá Hofi, segir sagan. Þó er eins líklegt að þúfan sé kennd við einhverja sakakonu, sem líflátin var á Bessastaðaþingi, og því grafin utan kirkjugarðs, en ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.