Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 44
42
MÚLAÞING
Séra Benedikt Þórarinsson undir Ási ritar svo í fornleifaskýrslu sinni
frá 1848 (17):
„Það er mál manna, að í forntíð hafi hér á Fljótsdalshéraði verið 3 vinir, er
svo hétu: Ormar, Bessi og Rauður, lifði Rauður þeirra lengst. Ormar bjó á
Ormarsstöðum í Fellum, Bessi á Bessastöðum í Fljótsdal og skal hvör þeirra
vera heygður í landareign bæja þeirra, Rauður veit eg ekki hvar búið hefir, en
þá er báðir hinir voru andaðir, mælti hann svo fyrir, að hann heygður yrði á
þeim stað, er sæist til hauga beggja þessara vina hans, og var svo gjört...“
Sigfús telur að Rauður sé Ásrauður, sem fékk Ásvarar Herjólfsdótt-
ur, stjúpdóttur og bróðurdóttur Brynjólfs hins gamla, en þau bjuggu á
Ketilsstöðum, skv. Landnámu. Heldur Sigfús að þríhaugasögnin hafi
upphaflega átt við haug Brynjólfs, en hann þekkist nú ekki, enda ekki
vitað hvar Brynjólfur bjó.
Þorgerðarþúfa, Bessastöðum
Sigurður Gunnarsson getur um Þorgerðarþúfu í örnefnaritgerð sinni
1886 (15), sem fyrr segir.
„Þorgerðarþúfa heitir í Bessastaðatúni. Þar undir á kona Bessa að vera leidd.
En sagan segir hún heiti Ingibjörg.“
1 örnefnaskrá Bessastaða stendur þetta um þúfuna:
„Þá koma þúfur, sem nú er búið að slétta yfir. Fremst og neðst í þúfunum var
stór þúfa, Þorgerðarþúfa. Hún lá frá SV til NA. Mun vera 25-30 m vestur af
Bessastaðabæ."
Þetta mun vera skráð eftir Axel Jónssyni bónda á Bessastöðum.
Þorgerðarþúfa er nú horfin af yfirborðinu, eins og fram kemur í
örnefnaskránni, en nokkurn veginn vitað um staðinn.
í Droplaugarsona sögu er kona Bersa nefnd Ingibjörg og sögð vera
Egilsdóttir rauða landnámsmanns í Norðfirði. Hins vegar getur Sigfús
Sigfússon þess í þætti sínum, að kona Bersa sé nefnd Þuríður í
munnmælum (2. útg. 6. bindi, bls. 9), og er þá orðið skammt yfir í Þor-
gerðar-nafnið. Sigfús nefnir samt ekki Þorgerðarþúfu (né Þuríðar-
þúfu).
Hugsanlegt er að þúfan sé kennd við Þorgerði silfru, sem bjó fyrst á
Þorgerðarstöðum, skv. Vopnfirðinga sögu, en giftist síðan Brodd-
Helga á Hofi í Vopnafirði, höfðingja miklum. Hún hlaut litlar vin-
sældir þar nyrðra, og var að lokum rekin burt frá Hofi, segir sagan.
Þó er eins líklegt að þúfan sé kennd við einhverja sakakonu, sem
líflátin var á Bessastaðaþingi, og því grafin utan kirkjugarðs, en ekki