Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 45

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 45
MÚLAÞING 43 fer sögum af neinum beinafundi í þúfunni. Það er altítt, að ríkjandi sögupersónur eins og Bersi á Bessastöðum, draga að sér aðrar minni háttar, ef svo má segja, þannig að menn tengja saman í munnmælum, jafnvel persónur sem hafa lifað á staðnum með margra alda bili. Nunnuþúfur, Skriðuklaustri Rögnvaldur Erlingsson frá Víðivöllum segist hafa heyrt í æsku sinni, sagt frá tveimur þúfum framan við bæinn á Skriðuklaustri, líklega í svonefndum Stórahring, þar sem hús bústjórans er nú. Áttu þær að vera kenndar við nunnur tvær í klaustrinu, sem urðu uppvísar að því að brjóta reglur klaustursins, og voru líflátnar og dysjaðar þarna. Þúfnanna er ekki getið í örnefnaskrá Skriðuklausturs, né í öðrum heimildum. Eins og flestum er kunnugt, var munkaklaustur á Skriðuklaustri á fyrri helmingi 16. aldar, og því varla líklegt að þar hafi dvalið nunnur. Slíkt skolast þó auðveldlega til í heimi þjóðsagnanna. Geta má þess, að sá merki fræðimaður Daniel Bruun, ræðir um jarðgöng, sem áttu að hafa legið milli bæjar og kirkju á Klaustri, „til afnota fyrir nunnurnar“. (3). Svipað dæmi er frá Möðruvöllum í Hörgárdal, en þar hét kotbýli nokkurt í túninu, Nunnuhóll, enda þótt þar væri munkaklaustur. Leiði Jóns hraks, Skriðuklaustri Jón hrak (eða flak) er þjóðsöguleg persóna, sem um eru skráðar ýmsar sögur í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (I. bindi, bls. 226-27 og 3. bindi bls. 307-08). Eru þær flestar af norðurhelmingi landsins, og er getið um kirkjugarðana í Múla í Aðaldal og Þönglabakka í Fjörðum í því sambandi, en sumar sögurnar eru óstaðsettar. Þær byggjast allar kringum hina alkunnu vísu, sem til er í ýmsum gerðum, en sumir hafa svona: Kalt er við kórbak kúrir þar Jón hrak. Ýtar snúa austur og vestur allir nema Jón hrak. í 1. bindi Þjóðsagna Jóns Árnasonar er auk þess sagan: „Leiðið í Skriðuklausturskirkjugarði“, rituð af Þórarni Jónssyni stúdent frá Skriðuklaustri 1860. Þar segir af Jóni nokkrum Einarssyni, vinnumanni á Skriðuklaustri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.