Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 48
46
MÚLAÞING
hann var veginn, og síðan heitir Galtaklif, en Valur inn í fjallið fyrir
ofan Kleif, þar sem hann féll á Valahjalla. Þeir Valþjófur og Valna-
stakkur vörðust lengi í kirkjunni, og hlupu upp á bita, en voru að
lokum yfirbugaðir.
„Dalbúar, er þar féllu, voru allir heygðir í Valþjófsstaðatúni. Er sagt
að þar héti áður Þjófadys, en nú er þar kallað Þrælaleiði. “
Þessu til staðfestingar segir sagan, að fundist hafi „íhvolfur eld-
brunninn steinn, sem pottgrýta, er menn hyggja dalbúa hafa steikt sér
á fæðu sína,“ í Þjófadal, seint á 19. öldinni, „hjá skálarústinni.“ Prest-
urinn er nefndur Svarthöfði, en ekki er hann tilgreindur í Prestatali
Sveins Níelssonar (Í8).
Gunnar Gunnarsson minnist þessa atburðar í lýsingu Fljótsdalshér-
aðs 1944 (6), bls. 89, þannig:
„Sunnan við túnið eru sýnd útilegumannaleiði. Eiga þeir að hafa komið til
kirkju en þekkst, verið eltir og vegnir á flótta upp eftir fjallinu, og eru til örnefni
því til sönnunar, ss. Galtaklif. Sannaðist á þeim, ef sagan er sönn, að „dýrt er
Drottins orðið.“
Halldór Stefánsson alþingismaður hefur skráð „Munnmœlasagnir úr
Fljótsdal“, þar á meðal söguna „Útlagarnir í Þjófadölum“, sem birtist
í Eimreiðinni 1949 (7). Efnislega er þessi frásögn á sama veg og hjá
Sigfúsi, nema Halldór kallar prestinn Odd og son hans Svarthöfða.
(Oddur Gizurarson er tilgreindur í Prestatali á Valþjófsstað á 12. öld).
Svarthöfði sagði Þjófdælingum að hann hefði eignast barn með systur
sinni, og væri því dauðamaður ef upp kæmist. Þá segir Halldór um
endalyktir Þjófadalsmanna:
„Afdrif og endalykt Þjófadalsmanna varð sú, að þeir voru hengdir við Gálga-
klett út frá Valþjófsstað, og dysjaðir síðan á Bæjarhjallanum, inn og upp frá
bænum. Hefur dys þeirra verið kölluð ýmist Þjófadys eða Þrœlaleiði.“
í örnefnaskrá Valþjófsstaða er ekki getið um Gálgaklett, né heldur
á Skriðuklaustri, en klettur með því nafni þekkist enn í landi Ham-
borgar, rétt fyrir innan Bessastaði. Þá er Þjófaleiðið ekki á Bæjar-
hjalla, heldur fram og niðri á túninu á Valþjófsstað, skv. öðrum heim-
ildum.
í örnefnaskrá Valþjófsstaða eru örnefnin staðsett þannig:
„Efst á Kvíabóli voru tvær þúfur, kallaðar Þjófaleiði.... í Bæjarhjalla, upp af
Miðbæ, heitir Galtaklif. Þar á útilegumaður úr Þjófadölum að hafa verið
drepinn...“ f „Búkollu" (1) segir að búið sé að slétta yfir leiðin. (Miðbær var
rétt fyrir innan og ofan við núverandi prestshús).