Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 62

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 62
60 MÚLAÞING ráð fyrir að landinu verði skipt í sex fylki og verði þau stjórnarfarslegar heildir með allvíðtæku starfssviði og valdi í ýmsum sérmálum. Bent er á tvær leiðir til þess að veita fylkjunum völd. Önnur er sú að ákveða í stjórnarskrá með upptalningu þau málefni, sem fylkjunum er ætlað að sinna. Hin er sú að tryggja með stjórnskipuninni sjálfri að tekið verði tillit til hagsmuna fylkjanna hjá löggjafarvaldinu, t.d. með því að veita fylkisþingum rétt til að skipa þingmenn annarrar þing- deildar. Þau mál, sem gert er ráð fyrir að heyri undir þing og stjórnir fylkj- anna, eru ýmis sérmál héraðanna, s.s. samgöngumál, hafnarmál, fræðslumál, tryggingamál, gjaldeyrismál að verulegu leyti, yfirstjórn sveitarstjórnarmála o.fl. Þegar ákvörðun um þá málaflokka, sem afhentir yrðu fylkjunum til meðferðar, yrði tekin, yrði einnig ákveðið með hvaða hætti skipting á tekjum ríkis og fylkja ætti sér stað. Áhersla er lögð á að þegar fylkjaskipan yrði komið á, þá verði að gæta þess að hún verði ekki sniðin eftir þeim „skriffinnskuöfgum“, sem einkenndu stjórnkerfið. Nauðsynlegt er, samkvæmt greinargerð til- lögusmiðanna, að á öðrum stöðum sparist sú vinna og það fé, sem fylkjastarfsemin útheimtir. b) Forseti með valdi. Tillögur fjórðungsþinganna fólu í sér skarpa aðgreiningu á löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu. Athygli er vakin á að stjórnarframkvæmd og lagasetning séu í eðli sínu gerólíkar athafnir. Meðferð framkvæmdavalds er talið krefjast oft á tíðum skjótra athafna og persónulegra afskipta og því æskilegt að það sé í höndum eins manns eða fárra, en löggjafarstarf hins vegar felur í sér setningu almennra reglna, sem best er að ræða og móta á fulltrúaþing- um. Bent er á þá ókosti sem felast í margra flokka kerfi og vakin athygli á þeirri staðreynd, að þing þeirra þjóða, sem við slíkt kerfi búa, eigi oft í miklum erfiðleikum með stjórnarmyndanir. Því er lögð áhersla á að vald lýðræðislega kjörins forseta verði aukið og myndun ríkisstjórnar verði í hans verkahring, auk þess sem hann geti haft frumkvæði að lagasetningu á Alþingi. Jafnframt er forseta ætlað að leggja fjárlaga- frumvarp fyrir hvert þing og eins geti hann látið fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um setningu laga og látið fella lög úr gildi með sama hætti. Þá ber þess að geta að samkvæmt hugmyndunum getur forseti farið þess á leit við forseta þingsins að þeir setji bráðabirgðalög, jafn- framt því sem forseti hefur heimild til að kalla saman aukaþing. Hvað varðar hina skýru aðgreiningu valdsviðanna þriggja; löggjafar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.