Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 65
MÚLAÞING
63
í átta stór kjördæmi og töldu ýmsir að þar með væri verið að nálgast
fylkjahugmyndir fjórðungsþinganna. Benti Fjórðungsþingið árið 1959
á þá staðreynd að með hinni nýju kjördæmaskipan hefði helsta ágrein-
ingsefninu, sem stóð á sínum tíma í vegi fyrir nýrri stjórnarskrá, verið
ráðið til lykta. Var talið að nú yrði auðveldara að ná samkomulagi um
setningu nýrrar stjórnarskrár, sem byggði á þeirri grundvallarhugmynd
að auka sjálfstjórn héraða.
Þá lagði þingið einnig til að efnt yrði til sérstaks stjórnlagaþings, sem
setti lýðveldinu nýja stjórnarskrá. Þingið taldi að slíkt stjórnlagaþing
ætti að vera fjölmennara en Alþingi og yrði kosið til þess í samræmi við
nýju kjördæmaskipanina og að viðhafðri hlutfallskosningu. Fjórðungs-
þingið áleit það meginverkefni stjórnlagaþings að auka vald kjördæm-
anna í eigin málum og tryggja þeim sanngjarnan hluta af tekjum ríkis-
ins til að standa straum af þeim kostnaði, sem af því hlytist.
Þrátt fyrir ákveðnar og skýrar ályktanir um stjórnskipunarmál á
þinginu 1959 varð ekkert áframhald á þeirri umræðu á vettvangi Fjórð-
ungsþings Austfirðinga. Á þinginu 1960 var t.d. öll áhersla lögð á
umfjöllun um atvinnumál og þá fyrst og fremst þá uppgangstíma sem
í sjónmáli voru vegna stóraukinna síldveiða.
Fjórðungsþing Austfirðinga hélt sitt síðasta ársþing árið 1964 og
hefur arftaki þess, Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi,
ekki mótað neina skýra stefnu í stjórnskipunarmálum, þó svo að þau
mál hafi oft verið tekin til umræðu á vettvangi þess.
Helstu heimildir:
Fundargerðir Fjórðungsþings Austfirðinga, 1943-1964.
Gerpir, tímarit Fjórðungsþings Austfirðinga 1947-1951.
Tillögur frá Fjórðungsþingi Austfirðinga og Fjórðungssambandi Norðlendinga
um nýja stjórnarskrá, Akureyri, 1949.