Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 66
NANNA STEINUNN ÞÓRÐARDÓTHR
Dansinn sem aldrei var stiginn
Þetta eru minningar um skemmtiferðalag sem teldist nú á dögum
ekki trúlegt - á þessum tímum þegar margur maðurinn sér alls konar,
misgóðar skemmtanir unglinga, sem nú hafa oftast allan þann útbúnað
til ferðalaga sem kemur að haldi hvernig sem viðrar. Þegar farin var sú
skemmtiferð sem hér verður frá sagt, þekktust ekki svefnpokar eða
stormúlpur og tæplega tjöld, a.m.k. áttu ekki almennir, fátækir ungl-
ingar neitt af þessu tagi.
En á þessum árum - kringum 1930 - voru að komast í tísku svokall-
aðar Atlavíkursamkomur, og frétt um slíka hafði borist niður á firð-
ina. Þá kemst á kreik sú hugdetta hjá ungu fólki sem þetta frétti hér á
Fáskrúðsfirði, að undur gaman mundi nú vera að komast með, reyna
að komast í svona skemmtiferð.
Bílvegir voru þá ekki komnir hér um slóðir og ekki bílar. En hér
voru bátar, sem hægt var að komast með til Reyðarfjarðar, ef það
lukkaðist að fá einhvern þeirra og fólkið yrði það margt að verð yrði
viðráðanlegt. Þetta skyldi reynt, og fregnir höfðu menn af því að einn
vörubíll væri á Reyðarfirði. Það var talið víst að hægt yrði að fá hann
upp í Egilsstaði. Þessu var síðan komið í kring af duglegu forystuliði
ungra manna sem sáu um framkvæmdir. Bátur fékkst einnig, og þá var
næst að búast til ferðar - og menn klæddust í sín skástu klæði til að fara
á fyrstu skemmtireisu sína og mæta í heimsmenningunni í sjálfri Atla-
vík.
Nú, þá er að segja frá ferðinni og - dansinum sem aldrei var stiginn.
Skipstjórinn á bátnum var fullorðinn, vanur og reyndur dugnaðar-
sjómaður. Hann tók konu sína með í förina, veður var talið gott, en þó
talsverð alda í sjóinn, og bar mest á henni í straumböndum milli
Skrúðs og lands.
Allt voru þetta Fáskrúðsfirðingar nema tvær persónur, mæðgur úr
Reykjavík. Þær höfðu verið gestir hér að staðnum, höfðu frétt af þessu
fyrirhugaða ferðalagi og langaði að skoða meira af Austurlandi. Ekk-