Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 67

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 67
MÚLAÞING 65 ert var því til fyrirstöðu að þær bættust í hópinn. Þetta var orðið margt fólk og talið ráðlegt að vera neðandekks fyrir landið, og fóru þeir sem í lúkar komust þangað. Margir tróðu sér í stýrishúsið, en þeim sem eftir voru var sagt að fara niður í lest, sem var höfð opin. Þetta átti að vera til öryggis fyrir landið. Þarna miili Skrúðs og lands má segja að darraðardansinn hafi hafist. Skipstjóri vor hafði farið svo nálægt Flesinni, sennilega fyrir Flesjar- boðann, að brotsjór helltist yfir bátinn, og þeir sem í lúkar voru hent- ust hver á annan. Það má með sanni segja að stór og stæðilegur herra fékk meira en fangfylli sína af kvenfólki, því þessar úr Reykjavík fylltu fang hans, hljóðuðu og báðu guð að hjálpa sér - við værum að farast. Þeim sem þarna voru leist annars ekki á blikuna, því sjór fossaði niður í lúkar. Föt ferðafólksins blotnuðu. Þeir sem í stýrishúsi voru hentust hver utan í annan, og sagt var að kona skipstjórans hefði fallið við fætur hans á stýrishúsgólfið og brostið í grát af ótta við hvað væri að gerast. Þeir sem í lest voru fengu yfir sig sjógusuna eins og hún kom yfir bát- inn og allir urðu að vonum hræddir. Svona byrjaði ballið það, en síðan lagaðist þetta aftur. Þeim sem vit höfðu á þótti þetta samt einkennilegt - að fara svo nærri skerjum að brot skyldi lenda á bátnum í svo sæmi- legu veðri sem var. Nú var haldið inn Reyðarfjörð og ferðahópurinn fór smátt og smátt að taka gleði sína aftur - með stórsamkomu í Atlavík í huga, þetta var alveg sérstakt tækifæri til að hrista upp í gráum hversdagsleikanum með því að taka sér frí frá fiskvinnunni. Að sjóferðinni lokinni þótti löng og erfið leið að baki. Fæstir höfðu áður komið til Reyðarfjarðar, hvað þá upp á Hérað, nýr ævintýraheimur í augsýn, en snemma ferðalags byrjaði vosbúð og ferðin öll hingað til mislukkuð - hrakningar og erfiðleikar - allt af van- þekkingu og barnalegum hugsunarhætti, sem aðeins bjargaðist vegna hugrökku ungu mannanna sem eg nefni ekki hverjir voru. Þegar farkostur okkar hafði fest landfestar sínar við bryggju á Reyð- arfirði fóru ferðalangarnir að huga að landgöngu og þó fyrst að laga klæðnað sinn, sem var hraklegur eftir brotsjóinn sem yfir bátinn gekk, menn fóru að dusta sig og þerra til að líta nú sem þokkalegast út, þegar landgönguliðið birtist Reyðfirðingum. Þá var næst að hafa samband við bílstjórann sem áður hafði verið ákveðið að færi með hópinn til Héraðs. Bílstjórinn mætti á staðinn á farartæki sínu, sem var vörubíll með bekkjum á palli, okkur var sagt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.