Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 74

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 74
72 MÚLAÞING stundum hýddir í viðurvist yfirvalda, fyrir að selja nokkra fiska utan síns umdæmis, þó mun slíkt ekki hafa komið fyrir hér um slóðir. Þetta tímabil hefur alltaf verið talið það svartasta í einokunarsög- unni. Þegar leigutími kaupmanna var útrunninn, þá framlengdi kon- ungur verslunarleyfið með auknum hagnaði fyrir sig, en nú fer hagn- aður kaupmanna minnkandi af versluninni, því um 1700 er hin mesta óáran á íslandi með harðindum og hungurdauða. Eru þá uppi háværar raddir um að leggja niður umdæmisverslunina og stofna eitt allsherjar verslunarfélag, þar sem almenningi væri frjálst að versla á hvaða höfn sem væri. Nú fæst það afnumið, að menn skuli þola eigna- missi og þrælkun á Brimarhólmi, ef menn versli utan síns umdæmis, en 10 rd. sekt látin koma í staðinn. Samt framlengir konungur verslunar- samningum við kaupmenn til fárra ára í senn með vaxandi hagnaði fyrir sjálfan sig til 1732, en þar með var umdæmisversluninni lokið. Ekki var Vopnafjörður eftirsóttur til verslunar og bar tvennt til, að þar var vond höfn, og svo þótti umdæmið fámennt, þó náði það yfir Vopnafjörð, Fljótsdalshérað að Lagarfljóti, Skeggjastaðahrepp og eins og áður sagði tvo hreppa í Þingeyjarsýslu. Vopnafjörður leigðist því aðeins fyrir 160 rd. árið 1706. Þegar leið á öldina sáu frjálslyndir menn, sem um þessi mál áttu að fjalla, að við svo búið mátti ekki lengur standa, og var verslunin við ísland gefin frjáls fyrir alla þegna Danakonungs með tilskipun 13. júní 1787. Eftir að fram kemur yfir aldamótin 1800 virðast tvö erlend versl- unarfélög hafa náð fótfestu á Vopnafirði og eignast þar hús, lóðir og hafnarmannvirki. Voru það Paschen & Co í Hamborg og Dehn & Co í Altona. Ekki er kunnugt um verslunarháttu þeirra á Vopnafirði, að líkindum hafa þeir ékki haft fastan verslunarstjóra, því þegar þeir selja eignir sínar á Vopnafirði og Siglufirði 22. 10. 1813 þá láta þeir verslun- arstjóra Hans H. Baagöe á Húsavík semja fyrir sína hönd. Reynar hafði kaupmaður I.A. Wulff líka umboð til að semja, en hann undir- skrifar ekki samninginn, og verður ekki séð á samningnum hvar hann hefur verið búsettur. Vera má að hann hafi verið búsettur á Vopna- firði, þó hann í samningnum sé nefndur kaupmaður. Kaupandi að þessum eignum, húsum, áhöldum, lóðum og hafnar- réttindum á Vopnafirði og Siglufirði var Bjarni Sívertsen kaupmaður í Hafnarfirði. Kaupverðið var 833 rd. og 32 sk. Allar þessar eignir selur Bjarni Sívertsen svo aftur 30. 7. 1814 fyrir 1000 rd. Kaupendur eru þá verslunarfélagið Örum og Wulff í Kaupmannahöfn. Kaupsamn- ingur þessi var þinglesinn á Vopnafjarðar-manntalsþingi 23. 7. 1821.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.