Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 75

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 75
MÚLAÞING 73 Um verslun Örum og Wulff, sem starfaði á Vopnafirði í rúma öld, mætti margt segja, en á fátt eitt verður hér drepið. Hún var svo að segja einvöld um alla verslun á Vopnafirði mestan hluta 19. aldarinn- ar. Að vísu sigldu lausakaupmenn (spekulantar) til Vopnafjarðar að sumrinu og versluðu í skipum sínum á höfninni og þótti oft gott við þá að versla, en sú verslun var þó hverfandi lítil. Seint á 19. öld hófu tveir kaupmenn verslun á Vopnafirði, þeir Jakob Helgason, sem seinna varð pöntunarfélagsstjóri á Vopnafirði og Vigfús Sigfússon frá Sunnudal. Þetta voru vinsælir og dugandi menn, og versluðu nokkuð, þó þeir hefðu ekki fasta viðskiptamenn. Þeir höfðu ekki aðstöðu til að taka á móti sláturfé á haustin, þess vegna gætti þeirra fremur lítið. Verslunarstjórar Örum og Wulffs voru þeim líka þungir í skauti, sérstaklega varð Jakob Helgason fyrir barðinu á Valdimar Davíðssyni. Jakob vildi fá útmælda lóð til verslunar yst á lóð Örum og Wulffs, en sú verslun átti alla lóð, sem lá að sjó í kauptúninu, en var neitað um það. Jakob krafðist þá, að sýslumaður N-Múlasýslu mældi sér út umbeðna lóð og byggði kröfu sína á landshöfðingjabréfi dags. 20. 12. 1883. Einar Thorlacius sýslumaður varð við þessari kröfu Jakobs, og 25. 4. 1884 mældi hann út 20 álnir af lóð Örum og Wulffs, og skyldi Jakob greiða versluninni 30- kr. á ári í lóðargjald. Þessari útmælingargjörð mótmælti Valdimar Davíðsson f.h. verslun- arinnar. Lagði hann málið undir dómsúrskurð í héraði og krafðist þess, að Jakobi Helgasyni yrðu óheimiluð öll afnot af hinu útmælda svæði, ennfremur yrði Jakob látinn greiða skaðabætur eftir óvilhallra mati ásamt málskostnaði. Valdimar byggði kröfu sína á því, að versl- unin þyrfti að nota þetta svæði, til að byggja þar fiskihús og fiskireit til fiskþurrkunar. í aukarétti N-Múlasýslu, 29.8. 1885, var kveðinn upp svohljóðandi dómur í þessu máli: Því dæmdist rétt vera: Hinn stefndi, Jakob Helgason kaupmaður, á að hafa rétt til að halda grunni þeim til verslunarafnota sem honum með útmælingu gjörðri 25. 4. 1884 var úrskurðaður af lóð verslunarfélagsins Örum og Wulffs á Vopnafirði, en án allrar tryggingar framvegis. Að öðru leyti eiga máls- partar hvor fyrir annarra kærum sýknir að vera. Málskostnaður falli niður. Þessum héraðsdómi áfrýjaði Valdimar Davíðsson f.h. Örum og Wullfs á Vopnafirði til Landsyfirréttarins í Reykjavík, og var héraðs- dómurinn dæmdur ógildur þann 8. 4. 1887.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.