Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 76
74 MÚLAÞING Dómsniðurstaða Landsyfirréttar var þessi: Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði undirréttardómur skal úr gildi numinn. í málskostnað fyrir yfir- og undirrétti ber hinum stefnda, Jakobi Helgasyni kaup- manni, að greiða áfrýjandanum, Verslunarhúsi Örum og Wulff, 200.- kr. Tvö hundruð krónur. Hið dæmda greiðist innan 8 vikna frá því þessi dómur er löglega birtur undir aðför að lögum. II. Pöntunarfélagið Þannig var akurinn undirbúinn, þegar bændur í Vopnafirði fóru að hugsa um að taka verslunina í sínar hendur. Það hefur því ekki þurft lítinn kjark til að fitja upp á stofnun pöntunarfélags fyrir Vopnafjörð á þessum tíma, þegar vitað var að hinn harðskeytti verslunarstjóri Örum og Wulff myndi snúast af öllum sínum þunga gegn því. Ekki síst þegar þess er gætt, að margir bændur voru bundnir í báða skó hjá Örnólfi, eins og verslunin var oftast kölluð manna á milli. Þar skuldaði margur bóndinn, og notuðu verslunarstjórarnir sér það óspart og ríg- bundu bændur við verslun sína. Þó verslunarstjórar Örum og Wulffs á Vopnafirði væru að mörgu leyti mætir menn, þá létu þeir óspart í það skína gagnvart viðskipta- mönnunum, að það væri þeirra föðurhönd, sem ætti að ráða. Má því segja að andinn væri sá sami hjá þeim öllum, í það minnsta nokkuð fram yfir síðustu aldamót. Þessi örnólfski andi, sem maður undir eins varð var við þegar komið var inn úr búðardyrunum, þar sem litið var niður á viðskiptamennina, birtist þó fyrst í veldi sínu þegar inn á skrif- stofuna kom. Þaðan fór margur hokinn bóndinn út. Þessir verslunar- stjórar voru ráðríkir og myndugir við þá sem minni máttar voru, en þó má segja þeim það til hróss, að þeir voru orðheldnir og ábyggilegir og verslunin hafði venjulega mjög vandaðar vörur. Það sem skyggði þó á heiður þessara manna var það, að hjá þeim fengu ekki allir sömu versl- unarkjör, og báru fátæklingarnir þar skarðan hlut frá borði eins og annars staðar. Nokkuð algengt mun það hafa verið, að efnamenn fengju ýmis fríðindi fram yfir þá sem minni máttar voru, og séð hafi verið í gegnum fingur við suma stórbændur sem komu með illa verk- aða vöru, svo sem ull o.fl. Allt særði þetta réttlætiskennd manna og stolt. Því var það, að um 1885 fara ýmsir mætir menn í Vopnafirði að tala um, að rétt sé að létta af sér þessu oki og stofna pöntunarfélag. Mun það hafa hvatt þá til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.