Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 76
74
MÚLAÞING
Dómsniðurstaða Landsyfirréttar var þessi:
Því dæmist rétt vera:
Hinn áfrýjaði undirréttardómur skal úr gildi numinn. í málskostnað
fyrir yfir- og undirrétti ber hinum stefnda, Jakobi Helgasyni kaup-
manni, að greiða áfrýjandanum, Verslunarhúsi Örum og Wulff, 200.-
kr. Tvö hundruð krónur. Hið dæmda greiðist innan 8 vikna frá því
þessi dómur er löglega birtur undir aðför að lögum.
II. Pöntunarfélagið
Þannig var akurinn undirbúinn, þegar bændur í Vopnafirði fóru að
hugsa um að taka verslunina í sínar hendur. Það hefur því ekki þurft
lítinn kjark til að fitja upp á stofnun pöntunarfélags fyrir Vopnafjörð
á þessum tíma, þegar vitað var að hinn harðskeytti verslunarstjóri
Örum og Wulff myndi snúast af öllum sínum þunga gegn því. Ekki síst
þegar þess er gætt, að margir bændur voru bundnir í báða skó hjá
Örnólfi, eins og verslunin var oftast kölluð manna á milli. Þar skuldaði
margur bóndinn, og notuðu verslunarstjórarnir sér það óspart og ríg-
bundu bændur við verslun sína.
Þó verslunarstjórar Örum og Wulffs á Vopnafirði væru að mörgu
leyti mætir menn, þá létu þeir óspart í það skína gagnvart viðskipta-
mönnunum, að það væri þeirra föðurhönd, sem ætti að ráða. Má því
segja að andinn væri sá sami hjá þeim öllum, í það minnsta nokkuð
fram yfir síðustu aldamót. Þessi örnólfski andi, sem maður undir eins
varð var við þegar komið var inn úr búðardyrunum, þar sem litið var
niður á viðskiptamennina, birtist þó fyrst í veldi sínu þegar inn á skrif-
stofuna kom. Þaðan fór margur hokinn bóndinn út. Þessir verslunar-
stjórar voru ráðríkir og myndugir við þá sem minni máttar voru, en þó
má segja þeim það til hróss, að þeir voru orðheldnir og ábyggilegir og
verslunin hafði venjulega mjög vandaðar vörur. Það sem skyggði þó á
heiður þessara manna var það, að hjá þeim fengu ekki allir sömu versl-
unarkjör, og báru fátæklingarnir þar skarðan hlut frá borði eins og
annars staðar. Nokkuð algengt mun það hafa verið, að efnamenn
fengju ýmis fríðindi fram yfir þá sem minni máttar voru, og séð hafi
verið í gegnum fingur við suma stórbændur sem komu með illa verk-
aða vöru, svo sem ull o.fl.
Allt særði þetta réttlætiskennd manna og stolt. Því var það, að um
1885 fara ýmsir mætir menn í Vopnafirði að tala um, að rétt sé að létta
af sér þessu oki og stofna pöntunarfélag. Mun það hafa hvatt þá til