Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 78
76
MÚLAÞING
Vigfús Jónsson á Vakursstöðum, Jón Rafnsson á Búastöðum o.fl.
Ekkert skal fullyrt um það hver var formaður félagsins fyrstu árin, en
allar líkur eru til að það hafi verið Jón Hallgrímsson á Vakursstöðum.
Jón Hallgrímsson útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1881. Hann bjó á
Ásbrandsstöðum, Ljótsstöðum og Torfastöðum. Hann var oddviti
Vopnafjarðarhrepps og var töluvert beitt fyrir í opinberum málum.
Hann fór sendiferð til Reykjavíkur fyrir pöntunarfélagið eitthvert
fyrsta starfsár þess og var formaður félagsins eftir 1890 til 1903, að
hann fór til Ameríku. Það má því nokkurn veginn ganga út frá því, að
Jón hafi verið formaður félagsins frá byrjun. Aðrir stjórnarmenn, sem
vitað er um, voru Vigfús Jónsson á Vakursstöðum og Jón Rafnsson á
Búastöðum.
Eftir að pöntunarfélagið er stofnað er farið að leita hófanna hjá
Örum og Wulff um grunn undir verslunarhús, sem félagið ákvað að
reisa, en ekki vildi Valdimar Davíðsson láta neina lóð af hendi í
kauptúninu til þeirra hluta. Aftur á móti bauð hann lóð undir húsið í
Austur-Skálanesi, en félagið gat ekki notað þann stað. Var nú sýslu-
maður N-Múlasýslu beðinn að skerast í leikinn. Setti hann aukarétt í
Vopnafirði í þessu máli 7.5. 1886. Réttargjörðin skýrir best þetta
þrætumál og er hana að finna í „Útskrift úr dómsmála- og lögreglurétt-
arbók N-Múlasýslu.“
Pöntunarfélagshúsin voru svo reist á bakkanum framan við Gömlu-
Framtíðina, sem stendur enn. Húsið var að nokkru leyti byggt fyrir
hlutafé sem bændur lögðu fram, en eitthvert lán að líkindum tekið af
Jóni Hallgrímssyni í Reykjavíkurferð hans. Þetta hús var allmyndar-
legt með portbyggðu lofti og kjallara. Á klettunum fyrir neðan húsið
var lítil bryggja, því var aðstaðan ekki sem verst til verslunar. Engar
tölur eru til um rekstur pöntunarfélagsins og verður þess vegna ekki
rætt um hann hér.
Jakob Helgason stjórnaði félaginu með skörungsskap til dauðadags
1899. (Enn eru á lífi (1944) bændur, sem versluðu við félagið og seldu
þangað sauði á fæti.) Þó þessi félagsskapur lyfti engu grettistaki, þá má
þó fullyrða, að hann ýtti undir sjálfsbjargarviðleitni manna og
manndóm, en með fráfalli Jakobs var pöntunarfélagið raunverulega úr
sögunni.
í stað Jakobs var enginn pöntunarfélagsstjóri ráðinn. Þegar Jakob lá
banaleguna bað hann Einar Runólfsson verslunarmann hjá verslun
Jóns Vídalíns og Louis Zöllner fyrir félagið. Einar gerði upp reikninga
félagsmanna og pantaði fyrstu árin á eftir dálítið fyrir nokkra bændur.