Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 78

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 78
76 MÚLAÞING Vigfús Jónsson á Vakursstöðum, Jón Rafnsson á Búastöðum o.fl. Ekkert skal fullyrt um það hver var formaður félagsins fyrstu árin, en allar líkur eru til að það hafi verið Jón Hallgrímsson á Vakursstöðum. Jón Hallgrímsson útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1881. Hann bjó á Ásbrandsstöðum, Ljótsstöðum og Torfastöðum. Hann var oddviti Vopnafjarðarhrepps og var töluvert beitt fyrir í opinberum málum. Hann fór sendiferð til Reykjavíkur fyrir pöntunarfélagið eitthvert fyrsta starfsár þess og var formaður félagsins eftir 1890 til 1903, að hann fór til Ameríku. Það má því nokkurn veginn ganga út frá því, að Jón hafi verið formaður félagsins frá byrjun. Aðrir stjórnarmenn, sem vitað er um, voru Vigfús Jónsson á Vakursstöðum og Jón Rafnsson á Búastöðum. Eftir að pöntunarfélagið er stofnað er farið að leita hófanna hjá Örum og Wulff um grunn undir verslunarhús, sem félagið ákvað að reisa, en ekki vildi Valdimar Davíðsson láta neina lóð af hendi í kauptúninu til þeirra hluta. Aftur á móti bauð hann lóð undir húsið í Austur-Skálanesi, en félagið gat ekki notað þann stað. Var nú sýslu- maður N-Múlasýslu beðinn að skerast í leikinn. Setti hann aukarétt í Vopnafirði í þessu máli 7.5. 1886. Réttargjörðin skýrir best þetta þrætumál og er hana að finna í „Útskrift úr dómsmála- og lögreglurétt- arbók N-Múlasýslu.“ Pöntunarfélagshúsin voru svo reist á bakkanum framan við Gömlu- Framtíðina, sem stendur enn. Húsið var að nokkru leyti byggt fyrir hlutafé sem bændur lögðu fram, en eitthvert lán að líkindum tekið af Jóni Hallgrímssyni í Reykjavíkurferð hans. Þetta hús var allmyndar- legt með portbyggðu lofti og kjallara. Á klettunum fyrir neðan húsið var lítil bryggja, því var aðstaðan ekki sem verst til verslunar. Engar tölur eru til um rekstur pöntunarfélagsins og verður þess vegna ekki rætt um hann hér. Jakob Helgason stjórnaði félaginu með skörungsskap til dauðadags 1899. (Enn eru á lífi (1944) bændur, sem versluðu við félagið og seldu þangað sauði á fæti.) Þó þessi félagsskapur lyfti engu grettistaki, þá má þó fullyrða, að hann ýtti undir sjálfsbjargarviðleitni manna og manndóm, en með fráfalli Jakobs var pöntunarfélagið raunverulega úr sögunni. í stað Jakobs var enginn pöntunarfélagsstjóri ráðinn. Þegar Jakob lá banaleguna bað hann Einar Runólfsson verslunarmann hjá verslun Jóns Vídalíns og Louis Zöllner fyrir félagið. Einar gerði upp reikninga félagsmanna og pantaði fyrstu árin á eftir dálítið fyrir nokkra bændur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.