Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 81
MÚLAÞING
79
Vopnfirðingar hafa stigið. Nú höfðu þeir fast undir fótum og öruggan
grundvöll til að byggja samvinnustarfsemi sína á. Það mun líka hafa
styrkt þá til þessara samtaka, að þeir höfðu öruggan mann til forystu
á þessu svæði með raunhæfa þekkingu á öllum verslunarmálum, en
það var Ólafur Methúsalemsson á Burstafelli.
Hann útskrifaðist úr Flensborgarskóla um tvítugsaldur, var síðan
nokkur ár verslunarmaður hjá verslun Jóns Vídalíns og Zöllners á
Vopnafirði, þá verslunarstjóri á ísafirði og Seyðisfirði, en fluttist svo
heim í Burstafell og gerðist bóndi þar 1915. Hann var hreppsnefndar-
maður þegar eignir Örum og Wulffs voru keyptar og hafði alla forystu
um stofnun kaupfélagsins, þó hins vegar margir bændur fylgdu honum
fast eftir.
Eftir að þessar umtöluðu eignir höfðu verið keyptar boðaði hrepps-
nefndin til almenns fundar á Vopnafirði þann 9.11. 1918. Fundarstjóri
var kosinn Gunnar H. Gunnarsson á Ljótsstöðum, en skrifari Víg-
lundur Helgason á Haugsstöðum.
Var þá tekið fyrir:
1. Að ræða um kaup þau á Austur-Skálanesi og öllum húsum Örum
og Wulffs, er hreppsnefndin hefir fest. Fyrst tók til máls varaoddviti
Ólafur Methúsalemsson og skýrði frá tildrögum málsins.
2. Varaoddviti bar fram svohljóðandi tillögu: Að gefnu tilefni lýsir
fundurinn yfir því, að hann er samþykkur gjörðum (félagsins) hrepps-
nefndar, þar sem hún festir kaup á fasteignum Örum og Wulffs hér á
Vopnafirði fyrir 55.000.- kr.
Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum.
3. Þá kom fram tillaga svohljóðandi: Fundurinn óskar þess eindreg-
ið, að stofnað verði kaupfélag hér í Vopnafirði, svo fljótt sem því
verður við komið og leggur til, að kosin verði nefnd manna til að
undirbúa málið.
Tillagan var samþykkt í einu hljóði eftir að hafa verið rædd allítar-
lega.
4. Fram kom tillaga frá Árna Jónssyni verslunarstjóra svohljóðandi:
Fundurinn lítur svo á, að heppilegast sé, að væntanleg nefnd til undir-
búnings undir stofnun kaupfélagsins verði skipuð mönnum af öllum
stéttum innan hreppsins.
Tillagan var felld með öllum atkvæðum gegn þremur.
5. Þá var kosin undirbúningsnefnd og hlutu þessir kosningii: Ing-
ólfur Gíslason læknir, Gunnar H. Gunnarsson og Ingólfur Eyjólfsson.