Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 92
90
MULAÞING
„Eigum við ekki að reyna að fara niður á Dal?“
Hún varð lítið hrifin af þeirri uppástungu og maldaði í móinn og
sagði víst eitthvað á þessa leið: „Hvern andsk. eigum við að gera niður
á Jökuldal? Þetta er bara él. Það hlýtur að stytta upp bráðum“.
Ég sagði þá eitthvað á þá leið, að élin gætu nú vissulega stundum
orðið býsna löng, og það væri þó meiri möguleiki að finna bæi þar í
dalnum heldur en hér á heiðinni. „Já, en treystir þú þér til að rata
niður á Jökuldal?“ spurði hún. „Ég held það,“ sagði ég og benti henni
á tunglið, „eftir tunglinu ættum við að geta náð stefnunni, og þá
hefðum við veðrið á öxlina.“ Og er við höfðum rætt þetta dálítið, kom
það í ljós, að Anna vildi allra helst að við reyndum að finna Veturhús,
og sagði hún við mig ákveðið, að ef hún ætti nú að deyja, vildi hún
helst af öllu deyja í sínu landi. Ég sagði þá við hana eitthvaö á þá leiö,
að þó að hún kannske gæti staðið af sér veðrið, þá mundi ég ekki geta
það, og ég fann kuldann hríslast niður eftir bakinu á mér.
Eftir þetta lögðum við af stað frá steininum, og ég held að Anna hafi
ætlað að snúa við, en veðrið var þá eins og í svartan vegginn að sjá. Ég
ætlaði að reyna að muna vindáttina ef draga skyldi fyrir tunglið að
fullu, en annað slagið dimmdi svo að ekkert sást. Þetta var mér nú
óskapleg þrekraun, af því að mér fannst ég ekki fara rétta stefnu. Mér
fannst ég vera að fara út alla heiði. Þar kom að við lentum utan í ein-
hverri brekku eða hálsi, og ég veit nú síðar hvaða brekka það hlýtur að
hafa verið. Það hefur verið Búðarháls, en hann er sunnan Víðirhóla,
suðaustur af Gripdeild, og þarna setti ansi mikið hik að mér. Ég átti
ekki von á þessari brekku. Svo gengum við lengi, og ég reyndi að hafa
á tilfinningunni stefnu tunglsins, að það hlyti að fara lengra til hægri.
En hve mikið, það vissi ég ekki á þessum tíma. Ég reyndi samt að láta
bilið vaxa aðeins. En svo kom geysileg brekka, við meira ultum niður
en gengum, og það var ekki um að villast, það var fyrsta brekkan í
dalnum. Brátt vorum við á bökkum Jökulsár, og ég sá yfir um ána, í
Eyvindarárgilið.
Nú spurði Anna hvort ég þekkti hvar við værum, og kvað ég já við
því. Þá spurði hún mig hvað langt væri til bæja. „Svona um 2 klst.
gangur," sagði ég og átti við Eiríksstaði. Þá sagði hún að ég skyldi þá
fara á undan þangað, af því að hún mundi aldrei geta gengið alla þá
leið. Svo gæti ég kannski komið með hjálp - sagði hún. Ég vissi að ekki
var nema nokkurra mínútna gangur að Grund, en ég bara vildi síður
koma þar. Mér líkaði ekki alls kostar við Pál Vigfússon. Fannst hann
gera lítið úr mér, stríða mér og þess háttar, en auðvitað datt mér ekki