Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 92

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 92
90 MULAÞING „Eigum við ekki að reyna að fara niður á Dal?“ Hún varð lítið hrifin af þeirri uppástungu og maldaði í móinn og sagði víst eitthvað á þessa leið: „Hvern andsk. eigum við að gera niður á Jökuldal? Þetta er bara él. Það hlýtur að stytta upp bráðum“. Ég sagði þá eitthvað á þá leið, að élin gætu nú vissulega stundum orðið býsna löng, og það væri þó meiri möguleiki að finna bæi þar í dalnum heldur en hér á heiðinni. „Já, en treystir þú þér til að rata niður á Jökuldal?“ spurði hún. „Ég held það,“ sagði ég og benti henni á tunglið, „eftir tunglinu ættum við að geta náð stefnunni, og þá hefðum við veðrið á öxlina.“ Og er við höfðum rætt þetta dálítið, kom það í ljós, að Anna vildi allra helst að við reyndum að finna Veturhús, og sagði hún við mig ákveðið, að ef hún ætti nú að deyja, vildi hún helst af öllu deyja í sínu landi. Ég sagði þá við hana eitthvaö á þá leiö, að þó að hún kannske gæti staðið af sér veðrið, þá mundi ég ekki geta það, og ég fann kuldann hríslast niður eftir bakinu á mér. Eftir þetta lögðum við af stað frá steininum, og ég held að Anna hafi ætlað að snúa við, en veðrið var þá eins og í svartan vegginn að sjá. Ég ætlaði að reyna að muna vindáttina ef draga skyldi fyrir tunglið að fullu, en annað slagið dimmdi svo að ekkert sást. Þetta var mér nú óskapleg þrekraun, af því að mér fannst ég ekki fara rétta stefnu. Mér fannst ég vera að fara út alla heiði. Þar kom að við lentum utan í ein- hverri brekku eða hálsi, og ég veit nú síðar hvaða brekka það hlýtur að hafa verið. Það hefur verið Búðarháls, en hann er sunnan Víðirhóla, suðaustur af Gripdeild, og þarna setti ansi mikið hik að mér. Ég átti ekki von á þessari brekku. Svo gengum við lengi, og ég reyndi að hafa á tilfinningunni stefnu tunglsins, að það hlyti að fara lengra til hægri. En hve mikið, það vissi ég ekki á þessum tíma. Ég reyndi samt að láta bilið vaxa aðeins. En svo kom geysileg brekka, við meira ultum niður en gengum, og það var ekki um að villast, það var fyrsta brekkan í dalnum. Brátt vorum við á bökkum Jökulsár, og ég sá yfir um ána, í Eyvindarárgilið. Nú spurði Anna hvort ég þekkti hvar við værum, og kvað ég já við því. Þá spurði hún mig hvað langt væri til bæja. „Svona um 2 klst. gangur," sagði ég og átti við Eiríksstaði. Þá sagði hún að ég skyldi þá fara á undan þangað, af því að hún mundi aldrei geta gengið alla þá leið. Svo gæti ég kannski komið með hjálp - sagði hún. Ég vissi að ekki var nema nokkurra mínútna gangur að Grund, en ég bara vildi síður koma þar. Mér líkaði ekki alls kostar við Pál Vigfússon. Fannst hann gera lítið úr mér, stríða mér og þess háttar, en auðvitað datt mér ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.