Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 93
MÚLAÞING
91
Systkinin í Sænautaseli á bát úti á vatninu. Sœnautasel í baksýn.
í hug að skilja við hana þarna. Ég hefði sjálfsagt heldur aldrei gert það
á heiðinni, þegar hún neitaði að fara frá steininum.
„Já, en ef það er nú kannski bara fimm mínútna gangur?“ sagði ég.
„Veistu þá ekki hvar við erum stödd?“ spurði hún. „Jú, víst veit ég
það,“ sagði ég, og svo sagði ég henni eins og var, að það væri aðeins
nokkurra mínútna gangur að Grund.
En við máttum gæta okkar á þeirri leið, af því að miklir svellbólstrar
voru víða og við bæði orðin slæpt og hrakin eftir langt og torsótt ferða-
lag. Víða voru harðsporar eftir menn og fé, og veðrið var
náttúrlega mikið vægara þarna niðri í dalnum heldur en verið hafði á
heiðinni, en þó var allhvasst. Svo þegar við komum að Grund - þá var
nú gjarna siður að fara á glugga til að gera vart við sig - en nú var fennt
á miðja glugga, og ég kallaði og barði í gluggann nokkra stund. Brátt
var kveikt ljós, og eftir skamma hríð kom Páll bóndi til dyra. Rak hann
upp stór augu, og spurði hvaðan við eiginlega kæmum í þessu veðri.
Og hann tók okkur með kostum og kynjum. Pað voru nú góðar mót-
tökur. Við fengum að borða eins og við gátum í okkur látið, og þá kom
í ljós að við vorum mjög matlystug, og síðan var gott að koma ofan í
hlýtt rúm. Ég var víst aðeins byrjaður að kala lítilsháttar á tveim tám,
og sveið dálítið í það.
Klukkan var um 4 um nótt þegar við komum að Grund; en við
höfðum farið frá Seli um kl. 4 að degi.