Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 97
MÚLAÞING
95
lögréttumanns í Vaðlaþingi Magnússonar. Marteinn var búsettur í
Eyjafirði og dó þar barnlaus í plágunni síðari.
Dætur Bjarna voru Ragnhildur kona Björns sýslumanns í Ögri
Guðnasonar, Ingibjörg kona Vigfúsar lögréttumanns á Borg á Mýrum
Þórðarsonar og Hólmfríður, sem fyrr átti Pál bónda í Hoffelli Pálsson-
ar, en síðar Sæmund bónda á sama stað Jónsson.
Eignir þeirra Þorvarðar og Erlends voru nær eingöngu á Austur-
landi, konur sínar sóttu þeir í aðra fjórðunga. Ingibjörg Ormsdóttir
kona Þorvarðar var húnvetnsk9.
Um uppruna Vilborgar Loptsdóttur konu Erlends er meiri vafi. Þó
tel eg efalítið að faðir hennar hafi verið Loptur lögréttumaður Eyjólfs-
son, sem að mínum dómi hefur verið Vestfirðingur venslaður
Ögmundi biskupi Pálssyni af ætt Magnúsar biskups Eyjólfssonar,10 ef
til vill hálfbróðir hans.
Loptur Eyjólfsson fluttist til Austfjarða á síðari hluta ævi sinnar og
átti þar aðra dóttur, Sesselju sem fræg varð sem Hamra-Setta. Loptur
Eyjólfsson gat hafa átt Hólmfríði Bjarnadóttur og hafi þá verið þriðji
maður hennar.
Áður hef ég getið kvonfangs Marteins, en ekki er hægt að rekja
eignir, sem hann hefur haft úr föðurgarði. Þó er ekki ólíklegt að Ragn-
hildur móðir hans hafi fengið jarðeignir í Eyjafirði í arf eftir móður
sína.
Enn er til skýr vitnisburður um eignir sem Ragnhildur Bjarnadóttir
hefur fengið eftir foreldra sína11. Þar skiptast þau hjónin, Ragnhildur
og Björn í Ögri, á jarðeignum, Ragnhildur lætur jarðir í Austfjörðum
og fær fyrir Hvamm í Hvammssveit og aðrar ættarjarðir Björns.
Ingibjörg Bjarnadóttir giftist suður í Borgarfjörð Vigfúsi ríka Þórð-
arsyni á Borg. Engar eignir koma fram í eigu þeirra eða niðja þeirra,
sem líklegt er að komi úr eigu Bjarna Marteinssonar.
Hólmfríður Bjarnadóttir var tvígift, fyrst Páli Pálssyni en síðar
Sæmundi Jónssyni. Ætt Páls er ekki kunn, en vegna búsetu hans á Hof-
felli hafa verið uppi tilgátur um að þaðan hafi hann verið upprunn-
inn12. Við athugun á þeim fáskrúðugu heimildum, sem til eru um
Hólmfríði Bjarnadóttur, þá hef ég sannfærst um að hún hafi verið elst
barna Hákarla-Bjarna og Hoffell í Nesjum og Borgarhöfn í Suðursveit
hafi verið föðurarfur hennar.
17. nóvember 1480 var kveðinn upp tylftardómur í Holtum í Horna-
firði af Eyjólfi sýslumanni Gunnarssyni13. Þar sem í þessum dórhi
koma fram meginrök fyrir tilgátu minni þá birti ég dóminn í heild: