Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 97

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 97
MÚLAÞING 95 lögréttumanns í Vaðlaþingi Magnússonar. Marteinn var búsettur í Eyjafirði og dó þar barnlaus í plágunni síðari. Dætur Bjarna voru Ragnhildur kona Björns sýslumanns í Ögri Guðnasonar, Ingibjörg kona Vigfúsar lögréttumanns á Borg á Mýrum Þórðarsonar og Hólmfríður, sem fyrr átti Pál bónda í Hoffelli Pálsson- ar, en síðar Sæmund bónda á sama stað Jónsson. Eignir þeirra Þorvarðar og Erlends voru nær eingöngu á Austur- landi, konur sínar sóttu þeir í aðra fjórðunga. Ingibjörg Ormsdóttir kona Þorvarðar var húnvetnsk9. Um uppruna Vilborgar Loptsdóttur konu Erlends er meiri vafi. Þó tel eg efalítið að faðir hennar hafi verið Loptur lögréttumaður Eyjólfs- son, sem að mínum dómi hefur verið Vestfirðingur venslaður Ögmundi biskupi Pálssyni af ætt Magnúsar biskups Eyjólfssonar,10 ef til vill hálfbróðir hans. Loptur Eyjólfsson fluttist til Austfjarða á síðari hluta ævi sinnar og átti þar aðra dóttur, Sesselju sem fræg varð sem Hamra-Setta. Loptur Eyjólfsson gat hafa átt Hólmfríði Bjarnadóttur og hafi þá verið þriðji maður hennar. Áður hef ég getið kvonfangs Marteins, en ekki er hægt að rekja eignir, sem hann hefur haft úr föðurgarði. Þó er ekki ólíklegt að Ragn- hildur móðir hans hafi fengið jarðeignir í Eyjafirði í arf eftir móður sína. Enn er til skýr vitnisburður um eignir sem Ragnhildur Bjarnadóttir hefur fengið eftir foreldra sína11. Þar skiptast þau hjónin, Ragnhildur og Björn í Ögri, á jarðeignum, Ragnhildur lætur jarðir í Austfjörðum og fær fyrir Hvamm í Hvammssveit og aðrar ættarjarðir Björns. Ingibjörg Bjarnadóttir giftist suður í Borgarfjörð Vigfúsi ríka Þórð- arsyni á Borg. Engar eignir koma fram í eigu þeirra eða niðja þeirra, sem líklegt er að komi úr eigu Bjarna Marteinssonar. Hólmfríður Bjarnadóttir var tvígift, fyrst Páli Pálssyni en síðar Sæmundi Jónssyni. Ætt Páls er ekki kunn, en vegna búsetu hans á Hof- felli hafa verið uppi tilgátur um að þaðan hafi hann verið upprunn- inn12. Við athugun á þeim fáskrúðugu heimildum, sem til eru um Hólmfríði Bjarnadóttur, þá hef ég sannfærst um að hún hafi verið elst barna Hákarla-Bjarna og Hoffell í Nesjum og Borgarhöfn í Suðursveit hafi verið föðurarfur hennar. 17. nóvember 1480 var kveðinn upp tylftardómur í Holtum í Horna- firði af Eyjólfi sýslumanni Gunnarssyni13. Þar sem í þessum dórhi koma fram meginrök fyrir tilgátu minni þá birti ég dóminn í heild:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.