Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 100
98
MÚLAÞING
umboðsmaður Diðriks hirðstjóra Pínings Pál bónda Pálsson um það
silfur er Bjarni heitinn Marteinsson hafði að halda eftir Gerrek
gullsmið og Hólmfríður Bjarnadóttir kona Páls tók í sinn hlut, sömu-
leiðis kvittar hann um þau kirkjublök og tíundarreikning, er Bjarni
kynni að hafa orðið brotlegur um.
í VII. b. fornbréfasafnsins er birtur máldagi Hoffellskirkju og er
hann talinn frá 1491 til 151826. Þar segir m.a. „Jn primes suinafell xuj
c iord oc adra xuj c iord setberg er pall bóndi pallsson lagde kirkiunne
fyrer gamlan reikningskap.“
Ég tel að hér sé Páll að gera upp gamlar syndir tengdaföður síns og
þetta sé hluti þeirrar tíundarskuldar sem Páll var að gera upp 28. nóv-
ember 148827.
Næst er Hoffells getið 18. ágúst 149928, þegar þar er gert bréf um það
þegar Kristín Þórarinsdóttir geldur Sigmundi Guðmundssyni syni
sínum hálft þrettánda hundrað í jörðinni Sólheimum ytri í Mýdal (þ.e.
Mýrdal) gegn tíu hundruðum í Ysta Skála undir Eyjafjöllum með þeim
atriðisorðum sem bréfið greinir. Þá er kominn nýr húsbóndi í Hoffell
fyrstur á blaði bréfsvottanna, er Sæmundur Jónsson, sem vitað er að
var seinni maður Hólmfríðar Bjarnadóttur29. E. Bj. telur að
Sæmundur hafi verið sonur Jóns langs Finnbogasonar bónda í Hafra-
fellstungu. E. Bj. færir góð rök fyrir tilgátu sinni, en ekki er ég þó að
fullu sannfærður, og bendi m.a. á að getið er sona Jóns Þorkelssonar
á Þverá í Laxárdal, Sæmundar og Halls, á þeim tíma sem synir Jóns
langs í Hafrafellstungu eiga að hafa verið uppi30. í Hoffelli þann 15.
maí 1501 selur Sæmundur Jónsson Sigmundi Guðmundssyni alla jörð-
ina Brú á Jökuldal fyrir hálft þrettánda hundrað í Ytri-Sólheimum í
Mýdal og þar með sök og sókn á Sólheimum í hendur Pétri Arasyni.
20. febrúar 151231 í Fagraskógi á Galmaströnd gefur Þórður ísleifs-
son vitnisburð um að hann hafi verið staddur í Hoffelli þegar
Sæmundur Jónsson seldi Sigmundi Guðmundssyni Brú á Jökuldal.
Vitnisburður um sama efni er gefinn af Jóni Eyjólfssyni á Sævarlandi
í Þistilfirði þann 6. febrúar 152132.
í Gíslamáldögum er máldagi Hoffellskirkju og er það síðasta sem
þessa stórbýlis er getið í fornbréfasafni33.
Það næsta sem Hoffells finnst getið á prenti er í jarðabók ísleifs
sýslumanns Einarssonar34, þar segir: „Hoffell. Bændaeign. Kirkjustað-
ur. Annexía frá Bjarnanesi. Jarðardýrleiki Lx c. Upprekstur á jörðin
í sínu landi. Selstöðu á jörðin góða á Reipsdal. Skóg lítilfjörlegan á
jörðin heima og á Reipsdal. Selför í Árnaneslandi öllum búsmala um