Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 102

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 102
100 MÚLAÞING konu og setjast að á íslandi. Sagan segir: „Flosi kvezk skyldu saman róa, svá at keypt yrði, ok kaupa síðan skipit at honum. Austmaður gladdisk við þetta. Flosi bauð honum land í Borgarhöfn. Síðan helt Austmaðr á málinu við bónda, svá að Flosi var hjá. Flosi lagði til orð sín með þeim, svá at saman gekk kaupit; lagði Flosi til landit í Borg- arhöfn með Austmanninum, en tók handsölum á kaupskipinu. Flosi hafði ok af Austmanni tuttugu hundruð vöru, ok var þat í kaupi þeirra." Ekki verður séð hvernig þessar frásagnir koma saman. Þó má vera að Þorgrímur í Borgarhöfn hafi átt konu af ætt kaupmannsins norska, og á það má benda að Gissur biskup ísleifsson var farmaður á yngri árum. Ef til vill hafa Steinunn og Gissur átt Borgarhöfn. Annarrar tilgátu verð ég að geta, sem gæti skýrt umráð Þorláks Guðmundssonar og Magnúsar sonar hans yfir eignum í Skaftafells- þingi um og eftir miðja 13. öld. í Þorsteins þætti stangarhöggs er rakin ætt frá Þorsteini Síðu-Halls- syni39. Þar segir: „Ámundi var ok sonr Þorsteins ok Yngvildar. Hann átti Sigríði, dóttur Þorgríms blinda.“ í viðaukum við Landnáma útgáfu Einars Arnórssonar40, sem eru úr Melabók, segir þegar rakið er frá Ámunda Þorsteinssyni: „Ámundi átti Sigríði dóttur Þorgríms sviða.“ Eyrbyggja segir síðan um Þóru dóttur Snorra goða: „Þóru dóttur sína gifti Snorri Kerru-Bersa, syni Halldórs Ólafssonar ór Hjarðarholti. Hana átti síðan Þorgrímr sviði, ok er þaðan komin mikil ætt ok göfug.“ Mér er nær að halda að Þorgrímur sviði og Þorgrímur blindi séu sami maður og Landnáma kallar ýmist inn hára eða háva og bjó í Borgarhöfn. Það kæmi bærilega heim og saman, að Ámundi Þorsteins- son hefði tekið við búi í Borgarhöfn af tengdaföður sínum. Máldagi Borgarhafnarkirkju talinn frá biskupstíð Jóns Sigurðssonar 1343 segir42: „Kirkja í Borgarhöfn á svo mikið í landi sem prestsskyld heyrir.“ Ekki er vitað hvenær kirkja var sett í Borgarhöfn. í máldaga Kálfafells í Fellshverfi sem talinn er frá 136743 og settur af Oddgeiri biskupi Þorsteinssyni segir: „hun a x vxa beit a borgar hafnar heidi vm sumar vidarhögg j hola land a xxx hesta.“ Ennfremur segir í máldaganum: „Þangað liggja tijunder oc lyse- tollar af viij bæium. Þangad liggur kirkian j borgarhöfn.“ Aftur er Borgarhafnar getið í máldaga Kálfafells í Fellshverfi hjá Vilchin Skálholtsbiskupi44. Þá er í máldögum Vilchins sérstakur mál- dagi fyrir kirkjuna í Borgarhöfn45.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.