Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 105

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 105
MÚLAÞING 103 Borgarhafnar. Þá selur Jón Sæmundsson, sonur Hólmfríðar í Hoffelli, í umboði Teits bónda Þorleifssonar, Þorvarði príor á Skriðu tuttugu hundruð í jörðinni Borgarhöfn í Fellshverfi klaustrinu til fullrar eignar fyrir fjóra tigi hundraða í lausafjám, með öðrum greinum sem bréfið hermir. Ég tel að þótt Teitur Þorleifsson hafi átt miklar eignir í Horna- firði eftir móður sína Kristínu Teitsdóttur frá Bjarnarnesi, þá hafi þessi fjórðungur Borgarhafnar ekki verið þaðan kominn. í Möðru- vallamálum, þar sem afkomendur Þorvarðar Loptssonar deildu um þann hluta arfs eftir hann sem kom í hlut Páls Brandssonar, þá kom Teitur Þorleifsson fram sem fulltrúi Ingibjargar Bjarnadóttur56. Ingi- björg var gift Vigfúsi ríka Þórðarsyni á Borg á Mýrum. Ég tel að þessi partur Borgarhafnar hafi verið erfðahlutur Ingibjargar eftir Bjarna Marteinsson, sem Teitur Þorleifsson hefur fengið í umboðslaun vegna umsýslunar um eignir Ingibjargar eystra. Jón Sæmundsson seldi Þorvarði príor sinn hluta Borgarhafnar þann 13. desember 1522 á Skriðuklaustri, og var bréf um kaupin gert 7. apríl 152357. Það er svo líklega 1526 sem Ögmundur biskup í Skálholti selur Lopti bónda Eyjólfssyni „sjálfa höfuðeyna Papey“, er liggur fyrir Álftafirði í Austfjörðum, fyrir tuttugu hundruð dómkirkjunni í Skálholti til handa fyrir tuttugu hundruð í jörðinni Borgarhöfn í Hornafirði. Eins og fyrr er getið, þá eru líkur á að Loptur Eyjólfsson hafi verið tengdafaðir Erlendar sýslumanns á Ketilsstöðum. Ég tel þó ósennilegt að hann hafi eignast hlut í Borgarhöfn í gegnum þær mægðir. Að mínum dómi er miklu líklegra að hann hafi farið með umboð yfir eignum Ragnhildar Bjarnadóttur í Ögri á Austurlandi og Borgarhafn- arparturinn hafi verið umboðslaun hans. Eins má ekki líta framhjá þeim möguleika að hann hafi kvænst Hólmfríði Bjarnadóttur í Hoffelli að Sæmundi Jónssyni látnum. Sæmundar getur síðast 1501 og ekkert mælir gegn því að Hólmfríður hafi gifst í þriðja sinn. Þegar hér var komið hafði Borgarhöfn, þessi mesta gersemi í hópi höfuðbóla á Austurlandi, öll komist í hendur klausturs og kirkju, og þess vegna hefði mátt ætla að undinn yrði bráður bugur að því að sameina jörðina í eigu annað hvort Skriðuklausturs eða Skálholtsstóls. Svo fór þó ekki. í afriti úr bréfabók Gísla biskups Jónssonar, sem varðveist hefur58 og talið er frá um 1570, er lýsing á nokkrum jarðaskiptum Ögmundar biskups Pálssonar. Þar segir:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.