Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 105
MÚLAÞING
103
Borgarhafnar. Þá selur Jón Sæmundsson, sonur Hólmfríðar í Hoffelli,
í umboði Teits bónda Þorleifssonar, Þorvarði príor á Skriðu tuttugu
hundruð í jörðinni Borgarhöfn í Fellshverfi klaustrinu til fullrar eignar
fyrir fjóra tigi hundraða í lausafjám, með öðrum greinum sem bréfið
hermir. Ég tel að þótt Teitur Þorleifsson hafi átt miklar eignir í Horna-
firði eftir móður sína Kristínu Teitsdóttur frá Bjarnarnesi, þá hafi
þessi fjórðungur Borgarhafnar ekki verið þaðan kominn. í Möðru-
vallamálum, þar sem afkomendur Þorvarðar Loptssonar deildu um
þann hluta arfs eftir hann sem kom í hlut Páls Brandssonar, þá kom
Teitur Þorleifsson fram sem fulltrúi Ingibjargar Bjarnadóttur56. Ingi-
björg var gift Vigfúsi ríka Þórðarsyni á Borg á Mýrum. Ég tel að þessi
partur Borgarhafnar hafi verið erfðahlutur Ingibjargar eftir Bjarna
Marteinsson, sem Teitur Þorleifsson hefur fengið í umboðslaun vegna
umsýslunar um eignir Ingibjargar eystra.
Jón Sæmundsson seldi Þorvarði príor sinn hluta Borgarhafnar þann
13. desember 1522 á Skriðuklaustri, og var bréf um kaupin gert 7. apríl
152357.
Það er svo líklega 1526 sem Ögmundur biskup í Skálholti selur Lopti
bónda Eyjólfssyni „sjálfa höfuðeyna Papey“, er liggur fyrir Álftafirði
í Austfjörðum, fyrir tuttugu hundruð dómkirkjunni í Skálholti til
handa fyrir tuttugu hundruð í jörðinni Borgarhöfn í Hornafirði.
Eins og fyrr er getið, þá eru líkur á að Loptur Eyjólfsson hafi verið
tengdafaðir Erlendar sýslumanns á Ketilsstöðum. Ég tel þó ósennilegt
að hann hafi eignast hlut í Borgarhöfn í gegnum þær mægðir. Að
mínum dómi er miklu líklegra að hann hafi farið með umboð yfir
eignum Ragnhildar Bjarnadóttur í Ögri á Austurlandi og Borgarhafn-
arparturinn hafi verið umboðslaun hans. Eins má ekki líta framhjá
þeim möguleika að hann hafi kvænst Hólmfríði Bjarnadóttur í Hoffelli
að Sæmundi Jónssyni látnum. Sæmundar getur síðast 1501 og ekkert
mælir gegn því að Hólmfríður hafi gifst í þriðja sinn.
Þegar hér var komið hafði Borgarhöfn, þessi mesta gersemi í hópi
höfuðbóla á Austurlandi, öll komist í hendur klausturs og kirkju, og
þess vegna hefði mátt ætla að undinn yrði bráður bugur að því að
sameina jörðina í eigu annað hvort Skriðuklausturs eða Skálholtsstóls.
Svo fór þó ekki.
í afriti úr bréfabók Gísla biskups Jónssonar, sem varðveist hefur58
og talið er frá um 1570, er lýsing á nokkrum jarðaskiptum Ögmundar
biskups Pálssonar. Þar segir: