Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 107

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 107
MÚLAÞING 105 „Það sem skeð hefur við Hálsahöfn er því í stuttu máli þetta: Á fyrri öldum íslandsbyggðar var þarna góð höfn frá náttúrunnar hendi, sú besta í Skaftafellssýslum, varin af náttúrlegum brimbrjótum fyrir hættulegum stormáttum. Þar sem hafið fyrir utan var fiskiauðugt, var eðlilegt að þarna skapaðist aðalútræði Austur-Skaftafellssýslu og að vermenn sæktu þangað víða að. En sakir landsigs og eyðingar skerj- anna á annan máta var höfnin smátt og smátt að versna og að því hlaut fyrr eða síðar að koma að manntjón hlytist af. Ólíklegt er, að skiptap- inn á góuþrælnum 1573 hafi verið sá eini í sögu þessarar verstöðvar þótt hann muni hafa verið sá stærsti. Að hann batt enda á útræði Norð- linga frá Hálsahöfn, var fyrst og fremst vegna þess að höfnin var orðin svo léleg af náttúrunnar völdum, að ekki þótti ráðlegt að hefja þaðan sjósókn að nýju. Það var því aldalangt starf hægvirkra en sívirkra nátt- úruafla sem mestu réði um örlög útræðisins við Hálsa, en atburðum eins dags hefur síðar verið um kennt.“ Alþingisbækur íslands geta Borgarhafnar og bónda þar á alþingi 166162. Þar lýsir sýslumaðurinn, Einar Þorsteinsson, hvalskutli vegna prestsins á Kálfafellsstað. „Þetta snerti og einninn Jón Ólafsson í Borgarhöfn og þar búendur fleiri, eftir því sá sami hvalur var skorinn á skip fyrir Borgarhafnarfjöru, en rak þá síðar á Kálfafellsstaðar- fjöru.“ Jóns Ólafssonar í Borgarhöfn er getið í Alþingisbókinni frá 166363. „Anno 1663, E julii, um veð á VI hundr. í jörðinni Reynivöllum í Hornafirði, lýst af Ólafi Einarssyni í umboði Jóns Ólafssonar í Borg- arhöfn, sem fyrrnefndur Jón Ólafsson gert hafi við Jón Eiríksson, bróður hans og kvinnu, Halldóru Eiríksdóttur." Jón þessi Ólafsson var um áratugi bóndi í Borgarhöfn64. Jón var lög- réttumaður úr Skaptafellsþingi frá 1666 til 168065. Ekkert er mér kunn- ugt um ætt Jóns, en tel fullvíst að hann hafi verið af ætt landeigenda í Skaptafellssýslu. ísleifur sýslumaður Einarsson gerir grein fyrir Borgarhöfn í jarða- bók sinni, sem hann „samantók í austari parti Skaptafellssýslu vegna kongl. majst. secretarii Árna Magnússonar anno 1708 og 1709, um jarðanna dýrleika, kúgildi og ítök, item kvaðir.“66 Um Borgarhöfn segir jarðabókin: „Borgarhöfn. Kóngsjörð, lx c kóngspartur þar í, en bænda xx c. Kúg. með kóngspartinum 5Ú2, en fyrr voru þau 9. Landskuld af kóngsparti 3 c. Landsk. af bóndaeigninni 1 c. Kúg. 3. Reka á jörðin fyrir sínu landi, Hálsa og Hestgerðis, að fráteknu því, sem Hestgerði tilheyrir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.