Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 109
MÚLAÞING
107
Orms Þorsteinssona, að þeir séu bræður. Annálar geta þeirra bræðra
oftar og fer ekki á milli mála að þar eru á ferð mikilsháttar menn.
Síra Páll Þorsteinsson er að líkindum elstur. Hans er fyrst getið í
Flateyj arannál 136971. Þar segir: „setid fyrir sira Páli Þorsteinssyni í
Kækiskördum ok særdir menn fyrir honum af Jóni kyrtli“. Ekkert er
frekar vitað um þessar róstur og Jón kyrtill er ókunnur að öðru en
þessu.
Vilchinsmáldagar geta síra Páls, í máldaga Kirkjubæjar í Tungu, en
þar segir72: „Oluckt portio xvj c er sira Pall a ad svara oc xviij aurar.“
5. maí eða 15. september 1376 er tekinn á Kirkjubæ af síra Páli, sem
ég tel víst að sé Páll Þorsteinsson, vitnisburður fjögurra manna um
rekamörk milli Húseyjarsands og Sleðbrjótssands fyrir Héraðsflóa73.
Næst er Páls getið þegar sagt er frá utanferð hans og dauða eins og
fyrr er sagt. Flateyjarannáll segir frá því 1392 að74: „hofuzst málaferli
milli Páls Þorvardzsunar ok Runolfs Palssunar vm peninga er fallnir
voru eftir sira Pál Þorsteinsson“. Ekki er á því bein skýring hvers
vegna deilur urðu um fjármuni sira Páls, þó er eðlilegt að setja það í
samband við þá frásögn annálsins að Hákon Jónsson, sem var einn
helsti valdamaður í Noregi, hafði kyrrsett fjármuni hans og að Páll
Þorvarðarson, sem bjó á Eiðum, hafi farið með sýsluvöld og hafi verið
að innheimta sakeyri. Önnur skýring kann að vera að þeir nafnar hafi
verið náskyldir og Runólfur, sem ég tel nokkuð víst að hafi verið sonur
síra Páls, hafi ekki verið ættleiddur á lögmætan hátt eins og skylt var
um börn presta. Eiða-Páll hafi því talið sig erfingja síra Páls.
Hvað sem því leið, þá er svo að sjá sem deilunni hafi lyktað með
fullum sigri Runólfs. Flateyjarannáll getur þess árið 139375 að: „sagði
Narfui logmadr Páli Þorvardarsyni goz þat allt sem þeir Runolfr
deilldu vm ok hellt Runolfr sem adr.“
Ég tel líklegt að síra Páll hafi verið um sextugt þegar hann lést og því
fæddur um 1330 og alls ekki síðar en 1340. Eins og fyrr er getið eru
nokkrar líkur á því að Runólfur Pálsson hafi verið sonur síra Páls.
Vitneskja okkar um Runólf Pálsson er jafn fátækleg og um síra Pál.
Runólfs er fyrst getið í annálum 1391, þá segir Flateyjarannáll76: „vrdu
auerkar med Sumarliða Þorsteinssyni ok Runolfui Palssyni ok pilltum
þeira. tok meir S. ok hans monnurn."
Ekki fer hjá því, að þegar þetta er sett í samhengi við það sem var
vitnað til áður um deilur hirðstjóra og Sumarliða í beinu framhaldi af
frásögn annálsins af dauða síra Páls og fjárupptöku eigna hans, að
Skógar hafi verið hluti þeirra eigna sem féllu eftir hann. Runólfs Páls-