Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 109

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 109
MÚLAÞING 107 Orms Þorsteinssona, að þeir séu bræður. Annálar geta þeirra bræðra oftar og fer ekki á milli mála að þar eru á ferð mikilsháttar menn. Síra Páll Þorsteinsson er að líkindum elstur. Hans er fyrst getið í Flateyj arannál 136971. Þar segir: „setid fyrir sira Páli Þorsteinssyni í Kækiskördum ok særdir menn fyrir honum af Jóni kyrtli“. Ekkert er frekar vitað um þessar róstur og Jón kyrtill er ókunnur að öðru en þessu. Vilchinsmáldagar geta síra Páls, í máldaga Kirkjubæjar í Tungu, en þar segir72: „Oluckt portio xvj c er sira Pall a ad svara oc xviij aurar.“ 5. maí eða 15. september 1376 er tekinn á Kirkjubæ af síra Páli, sem ég tel víst að sé Páll Þorsteinsson, vitnisburður fjögurra manna um rekamörk milli Húseyjarsands og Sleðbrjótssands fyrir Héraðsflóa73. Næst er Páls getið þegar sagt er frá utanferð hans og dauða eins og fyrr er sagt. Flateyjarannáll segir frá því 1392 að74: „hofuzst málaferli milli Páls Þorvardzsunar ok Runolfs Palssunar vm peninga er fallnir voru eftir sira Pál Þorsteinsson“. Ekki er á því bein skýring hvers vegna deilur urðu um fjármuni sira Páls, þó er eðlilegt að setja það í samband við þá frásögn annálsins að Hákon Jónsson, sem var einn helsti valdamaður í Noregi, hafði kyrrsett fjármuni hans og að Páll Þorvarðarson, sem bjó á Eiðum, hafi farið með sýsluvöld og hafi verið að innheimta sakeyri. Önnur skýring kann að vera að þeir nafnar hafi verið náskyldir og Runólfur, sem ég tel nokkuð víst að hafi verið sonur síra Páls, hafi ekki verið ættleiddur á lögmætan hátt eins og skylt var um börn presta. Eiða-Páll hafi því talið sig erfingja síra Páls. Hvað sem því leið, þá er svo að sjá sem deilunni hafi lyktað með fullum sigri Runólfs. Flateyjarannáll getur þess árið 139375 að: „sagði Narfui logmadr Páli Þorvardarsyni goz þat allt sem þeir Runolfr deilldu vm ok hellt Runolfr sem adr.“ Ég tel líklegt að síra Páll hafi verið um sextugt þegar hann lést og því fæddur um 1330 og alls ekki síðar en 1340. Eins og fyrr er getið eru nokkrar líkur á því að Runólfur Pálsson hafi verið sonur síra Páls. Vitneskja okkar um Runólf Pálsson er jafn fátækleg og um síra Pál. Runólfs er fyrst getið í annálum 1391, þá segir Flateyjarannáll76: „vrdu auerkar med Sumarliða Þorsteinssyni ok Runolfui Palssyni ok pilltum þeira. tok meir S. ok hans monnurn." Ekki fer hjá því, að þegar þetta er sett í samhengi við það sem var vitnað til áður um deilur hirðstjóra og Sumarliða í beinu framhaldi af frásögn annálsins af dauða síra Páls og fjárupptöku eigna hans, að Skógar hafi verið hluti þeirra eigna sem féllu eftir hann. Runólfs Páls-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.