Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 110

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 110
108 MÚLAÞING sonar er síðan getið við árin 1392 og 93 vegna deilna hans og Páls Þor- varðarsonar eins og áður hefur verið vitnað til. í visitasíubók Brynjólfs biskups Sveinssonar er varðveitt ágrip af bréfi um ítök Hoffells í Árnanes og Hólajörðum. Bréfið er gert í Bjarnanesi í Nesjum 9. júní 1390, og það er Runólfur Pálsson sem tekur eiða og vitnisburð af nokkrum mönnum77. Þetta bréf hefur gefið tilefni til að eigna Runólfi Bjarnarnes og telja að þar hafi hann búið. Eins tel ég líklegt að hann hafi átt Hoffell og því hafi hann látið taka vitni að ítökum jarðarinnar. Getgátur hafa verið uppi um að börn Runólfs hafi verið Páll og Sól- veig. Páls er getið tvisvar í skjölum78 og hefur um eitthvert skeið farið með sýsluvöld frá Jökulsá að Norðfjarðarnípu í umboði Árna biskups Ólafssonar. Ég tel vafalaust að Páll sé Eyfirðingur, bróðir Höskuldar, Magnúsar og líklega Marteins Runólfssona Sturlusonar. Sólveig Runólfsdóttir var dóttir Herdísar Þorgeirsdóttur sem gift var Gunnlaugi sýslumanni Guðmundssyni. Ég tel ekki ósennilegt að Teitur í Bjarnarnesi og Sólveig hafi verið hálfsystkini. Eiginmaður Sól- veigar var Þórður Þorsteinsson sem átti Lauga í Reykjadal79. Þótt föðurnafn Sólveigar og eignarhald Teits Gunnlaugssonar á Bjarnanesi bendi til Runólfs Pálssonar, þá tel ég að hún hafi ekki verið dóttir hans. Sem rök nægir að benda á að Sólveig, sem gift var þingeyskum stórbónda, hefði væntanlega hlotið óðalið Bjarnanes eftir föður sinn, ekki hálfbróðirinn Teitur sem ekki var af Runólfi kominn. Orms Þorsteinssonar er getið í Flateyjarannál þegar hann fór utan 1392, og síðan geta sami annáll og Gottskálksannáll dauða hans í Nor- egi 139380. Þann 6. júní 141781 í Krossavík í Vopnafirði selur Járn- gerður Ormsdóttir Gunnlaugi Guðmundssyni jarðirnar Torfastaði og Skálanes nyrðra í Vopnafirði fyrir lausafé. Ég tel víst að Járngerður hafi verið dóttir Orms Þorsteinssonar og þau Gunnlaugur bræðrabörn eins og komið verður að hér síðar. Járngerður hefur verið húsfreyja í Krossavík og ekkja eftir Eirík Hjaltason sem Nýi annáll segir að hafi farist 141282. Börn Járngerðar og Eiríks hafa verið síra Ormur sem prestur var á Hofi í Vopnafirði og Ragnhildur. Þau eru stödd í Krossa- vík ytri í Vopnafirði 24. maí 1433 og selja þá Jón Bjarnasyni þann part sem þau áttu í jörðinni Efsta-Felli í Ljósavatnsþingum83. Síra Guðmundar Þorsteinssonar er fyrst getið í Flateyjarannál við árið 139184 þegar sagt er frá utanför þeirra bræðra. 1394 segir sami ann- áll frá útkomu Vilchins Skálholtsbiskups85: „kom vt med honum Jonn prestr Þordarson ok hafdi vtan verit sex ar ok halldit cross kirkiu ok
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.