Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 112
110
MÚLAÞING
ekkju Einars hirðstjóra Ormssonar á Stórólfshvoli, og bjuggu þau á
Víðivöllum ytri og Skriðu í Fljótsdal. Ekki er að svo stöddu ljóst
hvernig Flallsteinn eignaðist Víðivelli ytri en langlíklegast er að það
hafi gerst með erfðum eða við giftingu.
Ég tel að Runólfur Pálsson hafi látist í svarta dauða án þess að láta
eftir sig afkomendur og að síra Guðmundur hafi erft hann og fengið í
sinn hlut stóreignir á Austurlandi og í Skaftafellssýslum.
Ég tel jafnframt að síra Guðmundur hafi átt tvö börn önnur en Sig-
ríði, þau Gunnlaug sýslumann og Ingunni konu Ólafs Jónssonar. Þótt
ekki séu óyggjandi rök fyrir því að Teitur í Bjarnarnesi hafi verið
sonur Gunnlaugs, þá tel ég það nær fullvíst. Gunnlaugur og Teitur áttu
stóreignir í Skagafirði, og þess vegna hefur Gunnlaugur verið talinn
upprunninn þaðan. Það tel ég rangt, en hins vegar líkur til að kona
hans, Herdís Þorgeirsdóttir, hafi verið skagfirsk95, ef til vill dóttir
Þorgeirs Sigurðssonar sem nokkrum sinnum kemur við skjöl í Skaga-
firði um 1400.
Ég tel að síra Guðmundur Þorsteinsson hafi erft Bjarnanes í Nesjum
eftir Runólf Pálsson og frá Guðmundi hafi jörðin gengið til Gunnlaugs
sýslumanns.
Þriðja barn síra Guðmundar tel ég að verið hafi Ingunn kona Ólafs
Jónssonar sem verið hefur í hópi mestu höfðingja landsins fram til
1419. í grein minni í Múlaþingi gerði ég grein fyrir Ólafi Jónssyni og sé
ekki ástæðu til að endurtaka það. Sonur Ólafs hefur verið Marteinn
sem einu sinni kemur við bréf á Valþjófsstöðum í Fljótsdal þann 29.
september 144196.
Sonur Marteins hefur verið Bjarni, Hákarla-Bjarni, sem búið hefur
á Eiðum á Fljótsdalshéraði og í Hoffelli í Nesjum, sem hefur verið
hluti af arfinum Runólfsnaut, auk þess hafa í hlut Bjarna komið %
Borgarhafnar í Fellshverfi. Frá Borgarhöfn höfðu forfeður Bjarna gert
út og safnað feikna auði og þaðan hefur Bjarni sótt sjóinn og fengið í
hlut eftir vertíðina yfir 100 hákarla auk annars afla.
Fátt er til fanga þegar leitað er uppruna Ólafs Jónssonar. Faðir hans
hefur verið síra Jón Ólafsson sem Valþjófsstaðamáldagi Vilchins
getur97. Máldaginn segir: „Jtem lagdi sira jon olafsson xx c til vpp-
gerdar kirkiunni. jtem gaf olafr jonsson efter födur sinn songbok fra
paskum til jolaföstu. hest oc tuo. c j gelldfe.“
Ólafur hefur verið fæddur um 1355 og Jón faðir hans um 1325.
Ólafur faðir Jóns hefur verið fæddur um 1290 til 1300.