Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 114

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Side 114
112 MÚLAÞING bræðra. Síra Páll er orðinn prestur 1369 og því fæddur um 1330 og ekki síðar en 1340. Þorsteinn faðir hans er því fæddur í kringum 1310 til 1315. Páll í Hoffelli gæti verið fæddur á árunum 1280 til 1300. Ég gat þess hér fyrr að í eigu Eiða-Páls og síra Páls Þorsteinssonar og bræðra hans hafi um 1400 verið saman kominn auður Svínfellinga. Þess vegna er rétt að gera hér stuttlega grein fyrir því sem vitað er um Svínfellinga á síðari hluta 13. aldar. Þorvaldur Þórarinsson eignaðist að öllum líkindum meginhluta eigna þeirra sem Þórarinn Jónsson hafði umráð yfir. Sonur Þorvarðar og fyrri konu hans, Sólveigar Hálfdánardóttur frá Keldum, var Oddur, sem annálar segja að hafi korríið út herraður 1300 og dáið 1301104. Sól- veig er talin hafa heitið dóttir Þorvarðar105. Hún hefur borið nafn fyrri konu Þorvarðar, og hefur því væntanlega verið dóttir Ragnhildar frá Hvoli. Ef til vill er Sólveig móðir Karls Arnórssonar á Eiðum. Engin afkvæmi Odds Þorvarðarsonar eru þekkt. Eignir Svínfellinga í Skaftafellsþingi hafa skipst nokkuð með börnum Jóns Sigmundssonar. Dætur hans voru Steinunn kona Ögmundar Helgasonar staðarhaldara á Kirkjubæ á Síðu og Sólveig kona Skeggja Njálssonar í Skógum undir Eyjafjöllum. Synir Jóns skilgetnir voru Ormur á Svínafelli og í Skál og Brandur Hólabiskup. Ormur erfði mannaforráð, en önnur systkin hans hafa erft jarðir og lausafé. Þegar litið er á afkomendur þessara systkina sem á lífi eru um 1270, þá er þar fjölmennur hópur. Þeir sem að líkindum hafa yfir mestum eignum að ráða eru: Ormur Ormsson, sem það ár drukknar106 á leið til íslands, Þorsteinn Skeggjason, sem 1286 er kominn í bænda tölu107, og Þorsteinn sonur Brands biskups sem bjó á Kálfafelli í Fljóts- hverfi. Þá virðist Þorlákur Guðmundsson og börn hans hafa náð heimildum á ýmsum af óðulum Svínfellinga eins og Svínafelli, Skál á Síðu og Rauðalæk í Litla-Héraði. í sögu Árna biskups kemur fram að Þorlákur bjó lengi á Svínafelli, og síðar eftir dauða þeirra Ormssona, Sæmundar og Guðmundar, flytur Þorlákur á nýjan leik austur á bóginn, fyrst í Skál til Ásbjargar dóttur sinnar og Helga Loptssonar, sem keypt hafði Skál, og þaðan í Svínafell108. Árna saga segir: „Hélt þessu fram nokkra vetur þar til er Magnús bróðir hans fékk Ellisifjar dóttur Þorgeirs úr Holti. Voru þeirra börn Andrés prestur og Guðfinna, er átti Þorsteinn Hafurbjarnarson. Lagði þá Árni fram allan sinn hlut af peningum þeim sem faðir hans varð- veitti við hann utan hest og ígangsklæði." Annars staðar í sögunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.