Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 114
112
MÚLAÞING
bræðra. Síra Páll er orðinn prestur 1369 og því fæddur um 1330 og ekki
síðar en 1340. Þorsteinn faðir hans er því fæddur í kringum 1310 til
1315. Páll í Hoffelli gæti verið fæddur á árunum 1280 til 1300.
Ég gat þess hér fyrr að í eigu Eiða-Páls og síra Páls Þorsteinssonar
og bræðra hans hafi um 1400 verið saman kominn auður Svínfellinga.
Þess vegna er rétt að gera hér stuttlega grein fyrir því sem vitað er um
Svínfellinga á síðari hluta 13. aldar.
Þorvaldur Þórarinsson eignaðist að öllum líkindum meginhluta
eigna þeirra sem Þórarinn Jónsson hafði umráð yfir. Sonur Þorvarðar
og fyrri konu hans, Sólveigar Hálfdánardóttur frá Keldum, var Oddur,
sem annálar segja að hafi korríið út herraður 1300 og dáið 1301104. Sól-
veig er talin hafa heitið dóttir Þorvarðar105. Hún hefur borið nafn fyrri
konu Þorvarðar, og hefur því væntanlega verið dóttir Ragnhildar frá
Hvoli. Ef til vill er Sólveig móðir Karls Arnórssonar á Eiðum. Engin
afkvæmi Odds Þorvarðarsonar eru þekkt.
Eignir Svínfellinga í Skaftafellsþingi hafa skipst nokkuð með
börnum Jóns Sigmundssonar. Dætur hans voru Steinunn kona
Ögmundar Helgasonar staðarhaldara á Kirkjubæ á Síðu og Sólveig
kona Skeggja Njálssonar í Skógum undir Eyjafjöllum. Synir Jóns
skilgetnir voru Ormur á Svínafelli og í Skál og Brandur Hólabiskup.
Ormur erfði mannaforráð, en önnur systkin hans hafa erft jarðir og
lausafé. Þegar litið er á afkomendur þessara systkina sem á lífi eru um
1270, þá er þar fjölmennur hópur. Þeir sem að líkindum hafa yfir
mestum eignum að ráða eru: Ormur Ormsson, sem það ár drukknar106
á leið til íslands, Þorsteinn Skeggjason, sem 1286 er kominn í bænda
tölu107, og Þorsteinn sonur Brands biskups sem bjó á Kálfafelli í Fljóts-
hverfi.
Þá virðist Þorlákur Guðmundsson og börn hans hafa náð heimildum
á ýmsum af óðulum Svínfellinga eins og Svínafelli, Skál á Síðu og
Rauðalæk í Litla-Héraði. í sögu Árna biskups kemur fram að Þorlákur
bjó lengi á Svínafelli, og síðar eftir dauða þeirra Ormssona, Sæmundar
og Guðmundar, flytur Þorlákur á nýjan leik austur á bóginn, fyrst í
Skál til Ásbjargar dóttur sinnar og Helga Loptssonar, sem keypt hafði
Skál, og þaðan í Svínafell108.
Árna saga segir: „Hélt þessu fram nokkra vetur þar til er Magnús
bróðir hans fékk Ellisifjar dóttur Þorgeirs úr Holti. Voru þeirra börn
Andrés prestur og Guðfinna, er átti Þorsteinn Hafurbjarnarson. Lagði
þá Árni fram allan sinn hlut af peningum þeim sem faðir hans varð-
veitti við hann utan hest og ígangsklæði." Annars staðar í sögunni